New In!

L Í F I Р
Varan er fengin að gjöf. 

Ég sá það klárlega seinast þegar ég skrifaði færsluna mína tengdum fötum að ég þarf að vera sneggri að gera það! Þannig núna fáið þið stutta færslu um það sem er nýtt í skápinn minn! Þetta ætla ég að reyna að gera reglulega! 

Þessi fallegi jakki fékk að koma með mér heim en ég er búin að leita ótrúlega lengi að grænum jakka en ekkert fundið! 

Já þetta er speglamynd, vitiði hvað það er erfitt að taka OOTD þegar maður býr einn?? 

Fullkomin sídd og verður svo fullkominn í sumar! 

Ég varð að deila honum með ykkur þótt að þetta séu kannski ekki fullkomnar myndir en hann er svo flottur og selst pottþétt hratt upp! Það er líka til bleikur og blár! 

Ég fékk minn í Vila í Smáralindinni og tók hann í Xl!