Fitnestic - 8 vikur

L Í F I Р

Já núna eru þessar átta viknar liðnar, ég lærði alveg ótrúlega mikið og það kom mér eiginlega mjög mikið á óvart. Eftir að sjá seinustu tölurnar þá komu mér þær fáránlega á óvart. Mér fannst ég aldrei vera nógu dugleg en það er klárlega ekki rétt, ég er svo ánægð með mig og sérstaklega þegar stelpurnar sendu mér myndirnar. 

Já það er alveg gríðarlega erfitt að sýna ykkur þessar myndir en það er ekki annað en hægt að sýna ykkur ( ég er alls ekki búin á mínu ferðalagi ekki einu sinni hálfnuð en ég er byrjuð ) 

- 1,9kg  
- 35 cm
- 4,2 % fituprósent 

Seinustu 4 vikurnar eru búnar að vera mjög mikið upp og niður ég fékk rosalega slæma flensu og gat ekkert gert og svo varð ég rosalega kvíðin í framhaldi. Fór lítið í ræktina í næstum tvær vikur en ég reyndi að passa matarræðið og þá kom ekki allt aftur. 

Eftir að ég byrjaði hjá stelpunum í Fitnestic þá er ég í fyrsta sinn á ævinni að vera heilbrigð í mínu matarræði og æfingum. Ég hef alltaf verið svo rosalega manísk og annaðhvort ekkert gert eða bara bókstaflega allt. En núna hef ég bara sett mér raunveruleg markmið og náð þeim.

Þótt að það hefði ekki verið neinn líkamlegur munur á mér þá er samt svo mikill munur andlega, ég er allt önnur. Nota ræktina ekki lengur sem refsitæki, verðlauna mig minna með mat. Miklu jákvæðari og stanslaust að reyna mitt besta í að hrósa öðrum og mér sjálfri. Mikilvægasta er að ég er búin að átta mig á því að mistök dagsins í dag eru ekki mistök morgundagsins og það þarf ekki að rústa heilli viku vegna mistakana sinna. Þetta er bara eina ævin sem við eigum og mig langar að eyða henni lifandi og þakklát fyrir að fá að vera til. 

Takk æðislega Alexandra og Ásdís fyrir að bjóða mér á þetta skemmtilega námskeið. Ég mæli 100% með námskeiðinu og ég ætla svo sannarlega að halda áfram hjá fitnestic.