Mest notað í janúar!

S N Y R T I V Ö R U R
Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf. 

 

1. * Sólapúðrið frá MUA cosmetics er komið í mikið uppáhald hjá mér þar sem ég dýrka litinn og áferðina á því. Liturinn er hlutlaus, ekki of rauður og ekki of gulur. Það er alls ekki oft sem að ég finn púður í þessum lit sem hentar flestum. 
Fæst á shine.is

2. * Besta lím í bransanum, segir allt sem segja þarf að ég er búin með 3 flöskur af því og það er önnur á leiðinni. Ég hef bæði keypt mér þetta lím sjálf og fengið það að gjöf og ég myndi kaupa mér það í 100 önnur skipti. 
Fæst á www.makeupstar.is

3. * Maybelline Color sensational í litnum 930 er orðinn uppáhalds nude varaliturinn minn. . Já ég sagði það, ég elska áferðina og litinn. Þegar ég er með hann á snappinu er ég alltaf mikið spurð og nota hann einnig mikið í farðanir. 
Fæst í Hagkaup. 

4. Rust Stack frá Melt cosmetics er búinn að vera mikið notaður þótt að ég bjóst við öðru en hann er bara fullkomin í þessi týpisku haust smokey og ég er búin að nota hann ( stackinn? ) miklu meira en ég hélt ég myndi gera! Þvílikt góð formúla og ég dýrka þetta merki!  
Fæst á meltcosmetics.com

5. Shape Tape frá Tarte hefur verið að koma sterkur inn í janúar og ég skil vel æsinginn í kringum þennan hyljara! Full þekja og flott áferð, minna er meira þegar kemur að þessum hyljara. 
Fæst á tartecosmetics.com

6. Hydro Powder frá MUA er mjög mikið notað hjá mér þessa dagana enda er komin vandræðanleg dæld í púðrið .. eftir aðeins 3 vikur. Púður eru mjög mikið þannig að ég veit aldrei hvað gerir þau svona góð en ég get sirka mælt það hversu oft ég teygji mig í þau án þess að átta mig afhverju. Dæmandi af dældinni í þessu púðri mætti segja að ég dýrki það! 
Fæst á shine.is

Þetta eru bara nokkrir af þeim hlutum sem stóðu sérstaklega uppúr í janúar og ég er mjög spennt fyrir komandi mánuði og að prófa nýjar vörur! Þetta blogg verður vonandi í hverjum mánuði sem koma skal, þannig ekki missa af því!