4 Vikna Check In!

L Í F I Р

Jæja núna eru komnar 4 vikur síðan ég var á fyrsta hittingnum mínum hjá fyrsta hittingnum hjá Fitnestic, er semsagt byrja á viku fjögur núna. 

Mig langaði að segja ykkur frá svona minni upplifun hingað til og mögulega gleðja ykkur aðeins! En ég er hingað til bara búin að vera þvílikt ánægð! Aldrei að borða einhvað sem mér finnst vont og veit að ég get gert betur eftir hvern dag. 

Mesti munurinn sem ég finn að mig langar að gera betur og ég finn með hverjum svindl degi sem líður þá langar mig ekki að annar þannig dagur komi! Stærsti munurinn á mér er klárlega meðvitundin og ég er að verða ástfangin af ræktinni aftur. Planið frá Ásdísi og Alexöndru er algjört æði og krefjandi, en eftir fjórðu vikuna mun það breytast minnir mig. Mér finnst alltaf skemmtilegt að fara í ræktina afþví að mig langar að bæta mig síðan síðast. 

Ég er búin að léttast og missa cm en fyrir mér skiptir það svo lang minnstu máli. Er bara orðin ástfangin af að líða vel án þess að pína mig. Ég leyfi mér alveg hluti en finn að það er aldrei þess virði, vill frekar leyfa mér á öðruvísi hátt sem gerir mig ekki bara veika eftir. 

Það sem ég er spennt fyrir komandi fjórum vikum en samt pínu stressuð að hætta á námskeiðinu því mér finnst þetta svo skemmtilegt! Það er spennandi að fara í mælingu og mig langar að gera betur. 3 Vikan var mjög erfið sem ég bjóst svosem við, en ég lærði af því að leyfa þessari viku að sigra mig og kem sterk inn í fjórðu vikuna. 

En ég er mjög mikið spurð útí Fitnestic og stelpurnar og bara allt í kringum planið mitt! Vilji þið fá smá afsláttarkóða hjá þeim? eða ekki smá bara svakalegan?? Þær vilja gefa ykkur 15% af öllu hjá þeim! 

Kóðinn minn er 

Fanneydora - veitir ykkur 15% af öllu hjá stelpunum! 

fitnestic.net

Ég mæli 100% með þessari þjálfun og ég veit að það er búið að líða 4 vikur en ég er samt ótrúlega hrifin af þessu öllu saman! Elska að vera að borða mat sem mér finnst góður en veit samt að ég get gert betur á hverjum degi, því það er aldrei endastöð! 

Það er enginn tími betri en akkúrat núna!