Must haves & Wants á Tax Free

S N Y R T I V Ö R U R 

Núna er Tax Free helgi og ég veit að ég er smá sein með þessa færslu, en ég meina betra seint en aldrei?! 
Fyrst langar mig að segja ykkur frá vörum sem ég mæli með og svo vörum sem mig langar í, ég vildi ekki hafa þær of margar en þetta eru bara nokkrar af þeim mörgum vörum sem mig langar í og mæli með. 

Vörurnar frá GlamGlow eru bara sjúkar, þið hafið pottþétt heyrt um þær allar! En þær sem ég mæli ótrúlega mikið með eru Thirsty Mud rakamaskinn og tvífasahreinsirinn. Rakamaskinn er algjör nauðsyn í þessum hitabreytingum og ég nota hreinsirinn mjög reglulega og hann er mjög drjúgur. 

Þessi origins vara er uppáhalds varan mín frá merkinu ,ég vil helst nota þennan hreinsi alla daga en hann er búinn hjá mér! Þetta er svona hreinsimaski eiginlega en ég nota hann sem farðahreinsi og ég sé rosalegan mun á húðinni þegar ég nota hann!

Allar Urban Decay vörurnar, þarf að segja meira? Ég á klárlega ekki nóg að vörum frá Urban en þær sem ég á mæli ég klárlega með. Þetta sprey er möst have fyrir ykkur sem ætlið að vera máluð lengi og þessi paletta er bara guðdómleg. Hún er líka limited edition, tilvalinn tími til að næla sér í hana! 

Color sensational nr 930 og Vivid matte í nude flush eru mínir uppáhalds frá Maybelline! Fullkomnar formúlur, samt svo ólíkar og ég bara mæli 1000% með þessum tveimur! 

Tax Free er tilvalinn tími til að kaupa birgiðir af uppáhalds maskaranum sínum, en lash sensational bleiki og svarti eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa verið lengi! 

Ég er nýbyrjuð að nota Clarisonic og er strax orðin háð. Ætla að gera sér færslu um hann en treystið mér .. strax kominn í algjört uppáhald! 

Real Techniques brúna settið er eitt af mínum uppáhalds settum frá RT og ég nota það líka eiginlega stanslaust. Er reyndar búin að týna plokkurunum sem ég er samt þvílíkt leið yfir því þeir eru svo góðir, spurning að fjárfesta í öðru setti?? 

 

Screen Shot 2017-02-05 at 19.53.17.png

Ég er orðin alveg heilluð af YSL vörunum og þessar tvær eru klárlega ofarlega á óskalistanum. 

Þessi paletta frá Urban Decay verður að vera mín.. hún er of flott! 

Moondust augnskuggarnir frá Urban Decay sem eru fljótandi er formúla sem ég er svo heilluð af, langar að prófa fleiri liti!  

Ég á einn svona bold metals bursta en mig langar í 3 í viðbót, eðlilegt? kannski ekki en ég nota hann rosalega mikið í farðanir og verð að eignast fleiri! Ótrúlegt en satt þá á ég ekki kinnalitaburstann en finnst ég verð að eiga hann til að fullkomna safnið. 

Þessi Chanel bronzer starir á mig í hvert einasta sinn sem ég geng inní Hagkaup! Ég þrái hann! 

Það er svo góð lykt af Origins vörunum og sérstaklega Ginseng vörunum. Svo eru líkamsvörurnar frá Origins að koma mér ótrúlega skemmtilegt á óvart! 

Ég verð að eignast fleiri OPI naglalökk, formúlan er fullkomin og þessir litir eru bara of fallegir. 

Hvað finnst ykkur vera must have á Tax Free??