Jessup Bambus Burstar

S N Y R T I V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf. 

Ég var búin að lofa að láta ykkur vita þegar að það kæmi ný sending frá merkinu Jessup en það eru ótrúlega flottir burstar á sjúku verði. 

Þetta eru bambus burstarnir sem mig langaði að sýna ykkur betur en þið getið öruglega vel séð að þeir eru mikið notaðir! Svo ótrúlega mjúkir og flottir burstar, finnst líka svo skemmtilegt hvað þeir eru öðruvísi en ég á enga svona á litinn! 

Þetta eru andlitsburstarnir sem ég nota mjög mikið og mig langar í svona 3 af hverjum, eðlilegt? Nei en nauðsynlegt? Já. Svo ótrúlega mjúkir og sko ekki margir burstar sem ég hef séð með þessum formum ( segir maður form? )

Svo eru það augnburstarnir, þeir eru þvílíkt næs og þið sjaið bara hvað ég nota þá mikið! Mig langar ótrúlega mikið í fleiri sett og finnst þetta snilldar leið til að safna burstum því þeir eru svo góðir og ódýrir! 

Burstarnir eru kallaðir bambusburstar en þetta eru burstarnir áður en þeir eru húðaðir með einhverri málningu. Sem getur verið þvílíkur kostur því það getur gerst við bursta sem eru húðaðir að málninginn getur flagnað af við mikla notkun. Ég er allaveganna sjúklega hrifin af þessum burstum og ég get ekki hætt að lofsyngja þá. 

Burstarnir fást á shine.is Það eru til mörg mismunandi sett og mig langar að prófa þau öll!