Milani

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf frá shine.is 

Milani kom nýverið út með ótrúlega mikið af flottum vörum og mig langaði að sýna ykkur nokkrar aðeins betur og segja ykkur frá því hvað mér finnst! 

Fyrst er það þessi sjúklega fallegi highlighter, sko fyrst bara með þeim fallegri umbúðum og hvernig púðrið myndast. Svo er hann bara ótrúlega næs! Hann heitir Strobe Light og það eru til 3 litir og ég valdi nr 02. Já mig langar í alla! Ótrúlega falleg áferð og fullkominn til að gefa svona ,, second skin '' áferð. 
Svo er það rakaspreyið sem heitir Make it Dewy, já nei þetta er bara eina spreyjið sem ég hef prófað sem gerir mann í alvörunni dewy. Rakasprey eru mjög mikið í því að taka púður áferðina en þetta sprey gerir mann svo ljómandi og það er svo ótrúlega fallegt. Það er líka til settingsprey frá Milani og miðað við hvað ég dýrka þetta sprey mikið þá verð ég að prófa það! 

Svo eru það bökuðu vörurnar frá Milani en reyndar er bara einn kinnaliturinn á myndinni nýr en ég varð að leyfa hinum að fylgja með. Á myndinni eru bronzerinn sem heitir Glow og kinnalitirnir Luminoso og Bella Bellini en það er sá nýji. 

Já ég get verið hádramatísk en þetta er einn fallegasti kinnalitur sem ég hef augum litið. Hann hefur bleikann/gylltann ljóma og það þarf liggur við ekki að nota highlighter með honum! Já eins og þið getið séð er ég mikill aðdáendi og mig langar í allar bökuðu vörurnar. Mæli 100% með þessum þremur vörum og mig langar að prófa fleiri! 

Svo verð ég að minnast á varalitina frá Milani en þeir eru með þeim betri formúlum sem ég hef prófað! Ótrúlega mjúkir og þæginlegt að hafa þá á! Ég á orðið þrjá núna og bætti við Matte dreamy nr 80 í safnið. Get ekki beðið eftir að eignast enn fleiri svona! 

Nýju vörurnar frá Milani eru ótrúlega spennandi og mikið að gerast hjá þeim núna! Óskalistinn minn hefur svona þrífaldast og er þvílíkt ánægð með allar þessar vörur. Ég prófaði líka prep púður og er mjög ánægð með það! 

Vörurnar sem eru komnar á óskalistann eru
Make it last setting sprey
Prime light strobing primerinn
Strobe light nr 01 og 03
Bökuðu kinnalitirnir 

Allar vörurnar fást á shine.is