OOTD

L Í F I Р

Það er alls ekki oft sem ég get mælt með fatabúðum enda er úrvalið á Íslandi fyrir stelpur í plus size ekki mikið en mig langar að mæla með búðunum Vila og Vero Moda. Þar er oftar en ekki hægt að finna einhvað fínt í sinni stærð og fötin eru bara allsstaðar í bland en ekki sér deild fyrir fötin í stærri stærðum! 

Jakkinn - Vero Moda
Peysan - Vero Moda
Undirkjóllinn - Vero Moda
Buxurnar - Vila
 

Mig langar að vera duglegri í því að deila með ykkur búðum bæði hérlendis og netverslunum sem að þið getið verslað ykkur föt, sérstaklega þá þið sem eruð í plus size! 
Ef þið vitið um skemmtilegar verslanir með fötum í öllum stærðum þá megiði endilega senda mér svo ég geti kíkt á það!