O P I

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf

Ég skal nú viðurkenna það að þótt að ég sé ekki góð í að naglakka mig þá elska ég samt naglalökk og vil helst eiga þau í öllum heimsins litum! 
OPI eru orðin ein af mínum uppáhalds lökkum og formúlan öruglega mín uppáhalds. Ég er búin að ná að safna mér nokkrum fallegum litum og þessir tveir standa sérstaklega uppúr en ég elska svona mauve brúna liti. 

Dekkri liturinn heitir ,, Berlin there, Done that '' 
Ljósari liturinn heitir ,, Tickle my French-y '' 

Fyrir utan þá staðreynd að það eru bókstaflega allir litir í sem ykkur dettur í hug til hjá OPI þá eru þetta bókað uppáhalds yfir og undir lökkin mín. Mitt mest notaða yfirlakk er Plumping lakkið en ég hef notað það svo mikið að það er búið! Mæli klárlega með þessum yfir og undir lökkum! 

O P I lökkin fást á þessum klassísku stöðum eins og Hagkaup og Lyf&Heilsu, mæli klárlega með!