Fínerí úr Vila!

L Í F I Р
Vörurnar eru fengnar að gjöf. 

Ég fann mér þetta fínerí í Vila um daginn og það sem ég er ánægð með þetta tvennt! Hálsmenið er stjörnumerkið mitt eins og kannski sést og ég er ástfangin af því. Svo flott eitt og sér og líka undir chokers sem vantar smá meira popp. 

Varð líka að sýna ykkur þennan topp! Því þið sem eruð kannski með brjóst í stærra laginu vitið hversu erfitt það er að finna topp sem passar og er ekki skrítinn á manni. Ég hef mátað svo marga svona toppa og aldrei neinn passað fyrr en ég mátaði þennan!

Vörurnar fást í Vila Smáralindinni.