Jólagjafahandbók Fanneyjar // Vinkonugjöf!

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð

Þá er komið að jólagjafahandbók fyrir vinkonu, mömmu, systur, frænku, vin hvern sem er auðvitað en markmiðið var að hafa nokkra hluti sem gætu hentað vel fyrir vinkonuna ( en auðvitað er ekkert heilagt á þessum listum! )  

Screen Shot 2017-12-09 at 23.35.45.png

1. Equa Brúsi - Merkið er nýkomið i Hagkaup en þið hafið eflaust séð það á facebook enda eru þetta svo fallegir brúsar! Þeir eru til í nokkrum pastel litum og eru úr gleri. Já ég er miklu duglegri að drekka vatn eftir að ég fékk þennan brúsa! 
2. Real Techniques - Auðvitað mæli ég með flestum RT settunum en þetta er í svo rosalega miklu uppáhaldi núna að ég varð að leyfa því að fylgja! 
Fæst t.d. beautybox.is
3. Vettlingar Lindex - Mjög sætir vettlingar á góðu verði! Dúskar eru á ÖLLU þennan veturinn og þessvegna held ég að þessir yrðu mega sætir í jólapakkann. 
Fást t.d. lindex.is
4. Loreal Maskar - Þeir eru komnir 4 til landsins, eru á frábæru verði og eru mjög góðir! Mæli klárlega með þeim í jólapakkann! Myndi setja annaðhvort bláa eða gula afþví þeir eru svo nýjir og eflaust ekki margir búnir að prófa! 
Fást t.d beautybox.is
5. Naglalökk - Það er auðvitað þitt að vita hvort að vinkona þín sé Essie eða OPI kona, koma svo standa sig. 
Fást beautybox.is
6. Birgit Vesti frá Icewear - Eftir að ég fékk þetta vesti frá IceWear þá er ég mikið spurð um það á snapchat þessvegna fannst mér það verða að vera með! Dúnvesti eru að koma sterk inn í vetur og það er á mjög góðu verði! 
Fæst www.icewear.is
7. Z paletta - Algjör snilld fyrir þau sem langar að byrja að safna stökum augnskuggum þá eru þetta bestu paletturnar til þess og þær eru komnar á sjúkt verð! 
Fást t.d. blendit.is

Screen Shot 2017-12-09 at 23.35.57.png

8. Moroccanoil - Þegar ég var að forvitnast við vinkonur mínar þá komst ég að því að þær týmdu oft ekki að eyða í dýrari hárvörur þessvegna getur það verið fullkomin gjöf! Líka bara að gefa kannski eina vöru eða eitt sett þarf alls ekki að vera mikið. 
Fæst t.d. á sapa.is
9. Marc Inbane - Svo falleg gjöf og vegleg, bæði eru umbúðirnar sjúklega flottar og varan alls ekki síðri en þetta er eitt af mínum uppáhalds brúnkukremum! 
Fæst t.d. marcinbane.is
10. Jæja 10 hefur gleymst .. Höfum það bara sem Jólakort! Það þarf alls ekki alltaf að vera einhver veraldlegur hlutur sem er gefinn, heldur bara það eitt að fá fallegt jólakort getur gert jólin hjá manni! 
11. Laugar Spa - Öll línan í lemongrass takk. 
Fæst t.d. laugarspa.is
12. Makeup Eraser - Ég hélt heillengi að þetta væri bara þvottapoki .. Þetta er það svo sannarlega ekki og tekur bókstaflega ALLT af! 
Fæst t.d. alena.is
13. Veski Lindex - Úrvalið af veskjum er mjög gott í Lindex, allskonar týpur og stærðir, verðið er líka mjög gott! 
Fæst hér lindex.is
14. Spegill Ikea - Ég hef komist að því að margar af vinkonum minum eiga ekki spegil á standi og kem ég því alltaf með minn eiginn þessvegna er það ákveðið markmið að sjá til þess að þær og aðrar eigi allar spegil! 
15. Múmin bollar // iitala - Já kannski þreytt dæmi finnst mörgum en mér finnst bollarnir alltaf jafn sætir og allt iitala ennþá jafn flott! 
16. Voluspa Kerti // Ilmkerti - Ilmkerti er hlutur sem flestum finnst gaman að eiga og hvað þá þegar þau koma í svona sjúkum pakkningum sem geta verið bara stofuskraut. 
17. Vinkonu hálsmen / Armbönd - Ég hef reyndar ekki séð á Íslandi en mæli með að skrifa Friendship á Etsy og þar koma ótrúlega mikið af fallegum hugmyndum! 
18. Girlboss - Bækur sem auka sjálfsöruggi og er Girlboss bara ein af þeim ótal mörgum á markaðnum! 

Þessi listi er auðvitað svolítið miðaður á því sem ég myndi gefa vinkonum mínum eða myndi vilja fá, ég get alls ekki talað fyrir allar vinkonur eða konur þarna úti. 

Eru þið vinkonurnar að skiptast á gjöfum í ár?