Minn Jólaóskalisti // Óskalisti

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð 

Jæja þá er það minn óskalisti þetta árið, EN með tilliti til þess að þetta er alls ekki þannig að ég vilji að fólk gefi mér allt á þessum lista þar sem það er margt ansi dýrt á þessum lista. Þetta gerði ég aðalega til að bæði gefa fólkinu í kringum mig hugmynd hvað mig vantar og hvað mig langar að kaupa mér á komandi mánuðum. 

Ég vil ALLS EKKI að fólk gefi mér svona dýrar gjafir en þetta eru bara hugmyndir og einhvað sem mig langar að eiga sjálf! Vona að þið getið kannski nýtt ykkur einhvað af þessu og sett á ykkar lista! 

Screen Shot 2017-12-05 at 22.39.21.png

1. Apple Watch - Já ég veit að þetta er eins og biluð plata en mig langar svo í gott snjallúr og þetta úr er bara að heilla mig fáránlega mikið .. 
2. Essence línan frá iitala - Þegar ég flutti út ákvað ég að þessu langaði mig að safna hægt og rólega í gegnum árin, 4 hvítvínsglös komin í hús og mig langar að eiga minnsta 8 af hverju. En þetta eru hlutir sem koma jafn óðum. 
3. String Hilla - Ótrúlega fallegar hillur og þar sem ég á mikið skraut dót er hún fullkomin fyrir allt það, sé hana fyrir mér í stofunni eða jafnvel inní herbergi. 
4. Hangandi blómapottar - Já það þurfa að vera plöntur allstaðar . . Þetta eru sjúkir blómapottar úr Hrím og myndi ég vilja hafa minnst 4 svona uppá vegg. 
5. Angan Baðsalt - Það voru að koma tvær nýjar týpur af baðsalti frá Angan og það heillar mig rosalega mikið! Elska allt í baðið og vil helst hafa úrval af söltum og baðbombum. 

Screen Shot 2017-12-05 at 22.39.07.png

6. Dúnúlpa úr Lindex - Þar sem ég var að kaupa eina dúnúlpu þá er mjög góð ástæða fyrir þessari hérna inná .. Hún er flottari en sú sem ég á og þessa verð ég að eignast .. ekki flóknara en það. 
7. Guresu Frá Reebok - Sjúkir götuskór, koma ótrúlega vel út við gallabuxur og flottann leddara. Þessir eru búnir að vera á óskalistanum í smá tíma núna! 
8. Baðbomur - Ef ég ætti heila skúffu af baðbombum þá yrði ég sátt .. eina krafan sem ég set er að þær séu úr náttúrulegum efnum og lífrænar þar sem þetta fer í alla slímhúð og við viljum bara hrein efni í baðið! Það eru til dæmis til gott úrval af kúlum hjá alena.is og organique.
9. Nike Tech Fleece - Þessa verð ég að eignast ekki flóknara en það, já mér finnst allir vera svo flottir í henni og gerir mikið fyrir vaxtalagið. Elska líka að hún sé síð að aftan, finnst það rosalega mikill kostur. 
10. Eggjasuðutæki - Þetta finnst mér möst .. ég veit ekki afhverju en mig hefur lengi langað í þetta enda það leiðinlegasta sem ég veit er að sjóða egg. 
11. Samlokugrill - Árið 2018 mun ekki verða árið sem ég lifi aftur án samlokugrills. Það var það versta við árið 2017 og þetta mun ekki koma fyrir aftur. 
12. Nutribullet Blandari - Þar sem ég er orðin boozt sjúk sé ég ekki fyrir mér að geta lifað í nýju íbúðinni án þess að eiga góðann blandara. Það sem er svo þæginlegt við þennan er að geta drukkið beint úr glasinu þessvegna langar mig mun meira í svona heldur en hefðbundinn blandara. 
13. Þessi hægindastóll úr Ikea náði klárlega minni athygli strax og í hvert einasta sinn sem ég sé hann langar mig í hann .. Núna er ég loksins að fara að hafa pláss fyrir hann og verður án efa fljótur að koma með á nýja staðinn! 

En eins og ég segi þetta er alls ekki hlutir sem ég er að setja bara á jólaóskalistann minn heldur líka bara hlutir sem mig langar að eignast með árunum og kaupa mér sjálf.