Jólagjafahandbók Fanneyjar // Fyrir hann!

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Þá er loksins komið að því .. 

Fyrsta jólagjafahandbókin í ár! En ég hafði ekki alveg ætlað mér að gera hana þegar það voru bara svo margir sem spurðu þannig ég gat ekki sleppt því. Mig langaði að gera fyrst fyrir mennina í lífi manns, en það finnst mér oft erfiðasta gjöfin. Þessvegna fékk ég aðstoð frá ykkur á snapchat og gat svo sannarlega nýtt það vel. 

Athugið samt að þetta eru bara hugmyndir og oft er miklu skemmtilegra að gefa persónulega gjöf en ef ykkur vantar hugmyndir þá vona ég að þessi færsla geti hjálpað ykkur aðeins. 

Screen Shot 2017-12-04 at 20.10.19.png

1. Daniel Wellington úr - Klassísk gjöf sem að mínu mati er alltaf mjög klassísk fyrsta sambandsgjöf, það er líka ótrúlega fallegt og persónulegt að láta grafa einhvað tengt ykkur aftan á úrið. Það kostar líka alls ekki mikið! 
Fæst í flestum úrabúðum. 
2. GlamGlow Youth mud hreinsir - Fullkominn andlitshreinsir til að hafa í sturtunni eða í ræktartöskunni. Hreinsar mjög vel og tekur dauðar húðfrumur. Svo er varan sjálf ótrúlega vönduð og flott. 
Fæst t.d. beautybox.is
3. Bose heyrnatól - Bæði stór og svo lítil hlaupa heyrnatól, en það er svo rosalega mikil vitendavakning um heilsu og allar ræktastöðvar fullar þessa dagana. Þessvegna held ég að það sé fullkomin gjöf að gefa góð og klassísk heyrnatól. 
Fást t.d. hér reykjavikfoto.is/bose/
4. Dagljósa klukka - Þessi vara finnst mér eiga heima á öllum óskalistum eftir að ég hef sjálf verið að nota hana! Algjör snilld fyrir ykkur sem að eigið erfitt með skammdegið eða eigið einhvern í kringum ykkur sem höndlar það ílla. 
Fæst t.d.eirberg.is
5. Reebok æfingarskór - Þessir skór eru svo bilaðir, það er alls ekki amalegt að mæta í ræktina í nýjum skóm eftir áramót. Þvílíka peppið sem maður fær líka á að vera í nýjum skóm. 
Fást t.d. www.reebok.is
6. Nike Tech Fleece - Alltaf þegar ég sé þessa peysu þá langar mig alltaf meira í hana! Finnst hún fara bókstaflega öllum og er klárlega vinsæl gjöf. 
Fæst t.d. www.skor.is/air/herrar/
7. Tölvutaska er alltaf ótrúlega góð gjöf fyrir námsmenn eða fólk sem að ferðast mikið. 
Fæst t.d. www.penninn.is

Screen Shot 2017-12-04 at 20.10.33.png

8. Hnattlíkan - Mjög klassísk og eiguleg gjöf, oft vantar strákum einhvað skraut inní herbergið og finnst mér þetta þvílikt flott og skemmtileg eign! 
Fæst t.d. a4.is
9. Sonos Hátalari - Gott hljóðkerfi er ekkert grín og það voru rosalega margir sem mældu með þessum á snapchat og hlýtur hann þessvegna að vera ótrúleag flott gjöf! 
10. Clinique húðvörur - Húðvörur eru oft hlutur sem margir tíma ekki að eyða í sig eða bara einfaldlega vita ekki hvar maður ætti að byrja. Þessvegna finnst mér fullkomin gjöf að gefa sett með góðum hreinsi, rakakremi og líkamssápu t.d. 
Fæst t.d. í Hagkaup
11. Bylur frá 66 norður - Þetta er með þeim fallegri peysum sem ég hef séð og hún er komin í enn fleiri liti! Hversu mikill draumur ? 
Fæst t.d. hér 66north.is/
12. Track úlpa - Bæði virðist þetta snið og þessi litur fara ansi mörgum strákum og er því klárlega hægt að treysta á þessa gjöf. 
Fæst t.d. www.bestseller.is/herrar/
13. Jens sokkar - Hverjum vantar ekki fleiri sokka?! Mjög flott viðbót í pakka eða sem skógjöf. 
14. Domed leðubelti - Sama gildir um belti, það er einhvað sem flestum vantar en fólk gleymir oft eða tímir ekki að kaupa sér falleg belti. 
Bæði fæst www.bestseller.is/herrar/
15. Oliver Derby spariskór - Ótrúlega margar sem komu með hugmyndina af spariskóm og þessir urðu fyrir valinu hjá mér! Finnst þeir mjög fallegir og klassískir. 
Fást www.bestseller.is/herrar/
 

Screen Shot 2017-12-04 at 20.10.41.png

16. Giorgio Armani Because it's you - Alltaf klassískt að gefa góðann rakspíra, gjöf sem klárlega klikkar ekki. Þessi lykt er sjúk og veit að margar vinkonur mínar hafa verið að taka hana fyrir mennina sína! Bara muna að passa uppá að það sé prufa með ilmvatninu þannig það sé hægt að skipta ef manneskjan fýlar ekki lyktina. 
Fæst t.d. í Hagkaup, 
17. L:A Bruket Skeggolía - Það er ekki nóg að hugsa um hárið heldur er ótrúlega mikilvægt að hugsa um skeggið og halda því mjúku. Einnig að passa uppá húðina undir skegginu og er því gríðarlega mikilvægt að eiga góða skeggolíu. 
Fæst t.d. www.hrim.is
18. Fifa 18 - Alltaf verið klassísk gjöf á mínu heimili og meðal annars eini leikurinn sem ég þekkti, en auðvitað eru það bara leikir eftir manneskjunni sem gleðja mest. 
19. Nike derhúfur - klassísk gjöf, hlutur sem margir nota og sakar ekki ef það er Nike merki framan á. 
20. Air Force - Sneaker menningin á Íslandi er mikil og þessvegna margir vinsælir strigaskór og klárlega ekki hægt að klikka með fallegum sneakers. 
Fást t.d.hurrareykjavik.is
21. Voluspa Kerti - Þetta eru svo einstaklega falleg kerti og stílhrein, minni aftur á skrautið .. Allaveganna mér finnst þetta frábær gjöf! 
22. Apple Watch - Ótrúlega fallen gjöf sem er klárlega á óskalistanum mínum, en þetta snjallúr hefur bara alla þá möguleika sem ég vil að það hafi. 
23. Sjampó & Hárnæring ( aðrar hárvörur ) - Enn og aftur hlutir sem allir þurfa alltaf og á því alltaf eftir að koma að góðum notum! 


En eins og þið sjáið þá reyndi ég að hafa þetta mjög fjölbreytt og á mismunandi verðbili. Alls ekki hefta ykkur samt við vörumerkið sjálft heldur er það bara til að auðvelda ykkur en ef þið voruð t.d. að hugsa um annað úr hendið ykkur þá á það! Þetta er bara hugmynd og til að hjálpa ykkur! Alls ekki taka allt hérna inni bókstaflega þetta er allt til gamans gert! 

Hverju finnst þér ég vera að gleyma ?