Best of 2017

S N Y R T I V Ö R U R
Stjörnumerktar vörur eru fengnar að gjöf. 

Jæja þá er komið að því! Mínar uppáhalds og mest notuðu snyrtivörur ársins. Þetta var ótrúlega erfitt val enda hef ég þann lúxus að fá að prófa mikið af snyrtivörum og mjög erfitt að velja á milli. Ég reyndi að hafa ekki fleiri vörur en tvær í hverjum flokki en ég hafði getað haft um 4-5 í næstum því hverjum flokki!

Þetta er bara að mínum mati og þær vörur sem ég sé bara að ég hef notað mest. Auðvitað er erfiðara að taka þær vörur sem ég fékk eða prófaði í okt-des með í reikninginn en þær fá þá sinn sess á næsta ári! 

Screen Shot 2017-12-27 at 19.10.21.png

1. Primerar // Á þessu ári prófaði ég gríðarlegt magn af primerum og það eru klárlega mest prófaða varan í ár. Ólíkt 2016 þá var ég meira að vinna með rakaprimera og ekki jafn þunga svitaholu primera sem fylla alveg uppí allar misfellur. 
   - * Smashbox Primerizer, þessi primer kom með stormi um lok sumars og strax þegar ég prófaði hann vissi ég að þetta yrði uppáhald enda búin með hálfa flöskuna núna. Primerinn er rakagefandi en heldur farðanum rosalega vel á og er alls ekki olíumikill. 
   - * Estée Lauder Genuine Glow, þetta er sá primer sem ég nota til að fylla uppí svitaholur, í staðinn fyrir hinn klassíska smashbox primer sem steypir vel í allar misfellur. Á þessu ári sætti ég mig aðeins við húðina mína og ekki með jafn mikla þráhyggju fyrir því að fylla í allt. Samt er munurinn á húðinni með þessum primer mjög sjáanleg og bara að passa sig að taka þann sem er án spf en sá finnst mér bara vera allt annar primer. 

2. Farðar // Erfiður flokkur þar sem ég nota farða við mjög mismunandi tilefni. Það er enginn einn farði sem ég get notað við öll tilefni og flakka rosalega mikið á milli farða. En þessir tveir stóðu klárlega uppúr sem mikið notaðir þótt að það hafi margir keppt við þá. 
    - * Lancome Teint Idole, ég get yfirleitt séð það þegar farði hentar mér þegar ég þarf hann í fleiri en einum lit. Þegar mér finnst ég þurfa að eiga hann í brúnkukremslit og venjulegum lit og það var klárlega málið með Teint Idole. En hann er bara ótrúlega flottur á húðinni og svona klassískur farði sem hentar mjög mörgum og ég get alltaf gripið í. Svo kom núna nýlega stift farði úr sömu línu og ég er ástfangin af honum sem svona hversdagsfarða. 
Ég nota lit 01 án brúnku og 03 með. 
    - L.a Girl Pro Conceal, þessi farði er svo ódýr og myndast svo fáránlega vel. Þegar ég skoðaði instagrammið mitt var þessi farði mjög oft notaður og sérstaklega í sumar þegar húðin átti að vera dewy en ég vildi samt að farðinn myndi endast vel. Verði sakar heldur ekki en ég mæli klárlega með að prófa þennan farða sérstaklega ef þið eruð mjög þurr í húðinni. 
Ég nota lit Fair án brúnku og Natural með. 

3. Hyljarar // Enn einn erfiður flokkur þar sem hyljarar er svona eina snyrtidótið sem ég nota hversdags og þeir þurfa virkilega að standa sig annars mun ég ekki líta á þá aftur. 
   - Tarte Shape Tape var Mikið notaður í byrjun sumars enda mjög þykkur og húðin í góðu jafnvægi og auðvelt að nota hann. Um leið og ég finn að húðin er ekki í jafn góðu jafnvægi þá er aðeins erfiðara að nota hann þannig þetta er meira sumar hyljari að mínu mati en ef þið viljið mikla þekju þá mæli ég mikið með! 
   - Maybelline Age Rewind, ég var seinust í heiminum til að prófa age rewind og sá svo klárlega eftir því að láta hann bíða. Þetta er núna hyljari sem ég þarf alltaf að eiga minnst þrjá af og það eina sem ég nota hversdags. Það þarf ekki endilega að púðra hann en hann er samt ekki það þungur að hann fari rosalega djúpt í línur, skelli honum yfirleitt bara útum allt og blanda með puttunum og þá er ég góð. 

4. Púður // Translucent púður og lituð, flokkur sem er mismundi eftir hverjum og einum enda er mismunandi hvað fólk vill láta púðra mikið. Þegar ég er að fara einhvað fínt vil ég vera mikið púðruð til að förðunin endist sem lengst og þessi þrjú púður gera mig ekki of púðraða samt. 
     - RCMA, þetta púður hefur vinninginn annað árið í röð. Það er ekkert púður sem er eins létt, en gefur samt fulla þekju og flassar ekki til baka eins og RCMA. Já pakkningarnar eru ennþá ömurlegar en ég er tilbúin að þjást fyrir þetta púður, það er svo létt að það þurrkar ekki upp húðina og það stendur alltaf undir sínu, 
      - * Hydro Powder Mua, sum púður eru bara þannig að þú veist ekkert afhverju þú elskar þau en ert samt alltaf að teygja þig í þau og svo ertu alltíeinu komin í pönnu. Þetta er þannig púður það er bara svo fallegt á húðinni og mattar hana án þess að draga allt líf úr húðinni. 
      - Wonder Powder MUS, ég er búin með þrjár dollur af þessu .. segir allt sem segja þarf! Uppáhalds andlitspúðrið mitt og fer ótrúlega vel á húðina og ég nota það til að setja alla húðina. 

5. Sólar/skyggingar púður // Ég vill alltaf vera mikið bronzeruð og líta út eins og ég sé nýkomin frá tene .. alltaf. 
     - Give Me sun, mac.. Þetta púður verður aldrei þreytt og það átti sitt sæti á listanum í fyrra líka. Það gefur mér bara nákvæmlega þetta sólkyssta lúkk sem ég vil og þótt ég noti það ekki þegar ég er sem ljósust þá stelst ég alltaf smá í það til að gefa þetta úmpf sem mér finnst give me sun gefa. 
      - Hola benefit, jafnvel þó að ég hafi eiginlega lítið sem ekkert verið að skyggja með þessu klassísku köldu litum árið 2017 þá finnst mér gott að blanda Hola við bronzera sem verða of appelsínugulir eða bara of hlýjir en hann kælir þá niður og gefur húðinni raunverulegt útlit. 

6. Kinnalitir // Mitt uppáhald og hlýtur að vera einn vanmetnasti flokkurinn, en ég held að konur séu oft smeykar við kinnaliti og þori ekki að rokka þá eins og þær vilja
      - Coralito MUS, þetta hefur verið uppáhalds kinnaliturinn minn í tvö ár! Hann er þessi fullkomni bleiki litur sem er samt ekki of mikið á húðinni og .það er alveg hægt að setja vel af honum áður en það verður of mikið. Því miður er hann ekki til ennþá en ég mæli með því að kíkja á kinnalitina hjá Makeup Store, þeir endast rosalega vel og formúlan er mjög góð. 
      - * Mai Thai Ofra, ég fékk alla þrjá litina og Mai Thai var nákvæmlega ferskju liturinn sem ég var búin að leita af heillengi og formúlan er fáránlega góð! Var mikið notaður seinni hlutann af árinu hjá mér. 

7. Highlighter // Á árinu þá minnkaði ég rosalega mikið að nota hefðbundin ljómapúður, fór frekar að treysta á ljóma undir farða með ljóma primera, olíur, og krem highlightera. 
    - So Hollywood Anastasia Beverly Hills, en þegar ég var að nota klassíska highlightera þá var það mjög oft þessi og hann gefur bara ótrúlega fallegan lúmskan ljóma. Sérstaklega þegar ég er brún þá fer ég rosalega oft í þennan. 
      

Screen Shot 2017-12-27 at 19.10.09.png

8. Augabrúnir // Á árinu þá fór ég að njóta náttúrulegu brúnanna minna og fyllti alls ekki jafn mikið í þær eins og ég gerði árið áður. Enda byrjaði ég líka að fara í litun þannig þurfti minna að hugsa um þær. En þegar ég var að fara einhvað fínt þá voru það yfirleitt þessar þrjár vörur sem voru mest notaðar. 
       - * Wunder Brow, einskonar fljótandi dipbrow myndi ég segja .. helst mjög vel og gerir mjög náttúrulega fyllingu í brúnirnar. Kom mér skemmtilega á óvart enda hélt ég að þetta væri meira fyrir þær sem væru að fylla mikið í brúnirnar sínar en það er alls ekki þannig! 
      - * Master Precise frá Maybelline, ég notaði blýanta mun meira en þessi hefðbundnu pomade og sérstaklega Master Precise línuna frá Maybelline. Blýanturinn mjög pigmentaður og ódýr líka sem mér finnst mikill kostur því maður klárar þá svo hratt! Svo er það trefja gelið en það lyftir bara hverju einasta hári og er vara sem ég nota eiginlega alltaf þegar ég mála mig og sé mikinn mun ef ég geri það ekki. 
      - Match Perfection Rimmel, hyljarinn sem ég nota oft sem primer fyrir augnskugga og til að ramma in brúnirnar með. Er búin með tvo svona á árinu og þarf klárlega að fá mér þriðja. 

9. Palettur // Þetta var rosalega erfitt þar sem ég er palettu sjúk en ég fór bara yfir instagrammið mitt og fann paletturnar sem komu oftast fyrir. 
     - Modern Renaissance Anastasia Beverly Hills, þessa palettu notaði ég í ALLAR farðanir á mig og kúnna fyrst á árinu. Hún sló rækilega í gegn hjá mér og er komin í pönnuna á meirihlutanum af augnskuggunum. 
     - * Larla Lee Violet Voss, Þessi tók svo aðeins við af hinni en hún er líka bara hlutlaus og klassísk hvert sem er. Tók svo eftir því að ég var eiginlega alltaf að taka þessa palettu með mér þegar ég var að fara einhvað og hún varð að eiga sess á listanum. 

10. Maskarar // 2017 Var svona eiginlega árið sem ég fór að elska maskara, en ég hafði aldrei beint kunnað að gera flotta maskara lúkk svo bara æfði ég mig þangað til að ég var oft að velja það frekar en að vera með augnhár. 
      - * Lash Paradise Loreal, jafnvel þótt að þessi hafi komið seint inn á árinu þá er ég strax búin með einn og er að opna númer tvö. Það segir allt sem segja þarf og hann lengir augnhárin svo vel án þess að skilja þau í sundur. 
       - * Big Shot Maybelline, ég varð að hafa Maybelline maskara með þar sem þeir eru yfirleitt allir í mikilli notkun hjá mér og sama gildir um Big Shot. Burstinn er mjög þæginlegur og gerir manni kleift að komast alveg í innri krók bæði uppi og niðri og formúlan smitast ekki. 

11. Augnhár // Þótt að maskarar hafi slegið í gegn hja mér i ár þá hef ég aldrei á ævinni prófað jafn mikið af augnhárum eins og núna og ég elska það! Þetta er uppáhalds skúffan mín og ég elska að prófa öll mismunandi augnhárin sem eru þarna úti. 
        - *Cleopatra Törutrix Lashes, Augnhár sem voru stanslaust notuð frá byrjun árs til svona septembers en þá byrjaði ég að nota Queen of sparkle mikið frá Töru líka! 
        - * Reykjavík Tanja Lashes, augnhár sem eru alltaf klassísk og ég get alltaf gripið í og er búin að nota mjög oft í heilt ár og þarf klárlega að fara að endurnýja. 
        - House of lashes lím, augnháralímið sem ég endurnýjaði fjórum sinnum á árinu þannig ég get rétt ýmindað mér að það sé mitt uppáhalds. 

12. Linerar // Þrír mismunandi linerar sem gera allir sitthvorann hlutinn en eiga allir stórann sess í makeup rútínunni minni. 
      - * Wunder Essential Brown liner, fullkominn brúnn liner td í vatnslínuna eða sem náttúrulegur eyeliner, oft finnst mér of harkalegt að hafa svartann í vatnslínunni og finnst snilld að þessi brúni haldist að eilífu! 
      - * Pretty Easy Clinique, klárlega best tússliner sem ég hef prófað. Held að ég hafi aldrei jafn oft gert liner á mig eins og þegar ég fékk þennan! 
      - Midnight Cowboy Urban Decay, ef ég gerði glimmerlúkk þá eru svona 70% líkur að þetta hafi verið það sem ég var með! Notaði þennan liner vandræðanlega oft og ég þarf að eiga hann í öllum litum. 

13. Aukahlutir // Glimmer og highlighterar í innri krók. 
       - Eye candy, mikilvægt að eiga nóg af glimmerum ef manni dettur í hug að fara í gott flipp og maka sig alla í glimmeri! Það var í miklu uppáhaldi að setja glimmer í innri krók með fallegu smokey. 
        - * Ofra Higlighterar, notaði þá alla sérstaklega þessa mjög ljósu í innri krók við hvert einasta lúkk sem ég gerði! 

Screen Shot 2017-12-27 at 19.09.22.png

Honorable Mentions // Vörur sem ég notaði mikið seinni partinn af árinu og ég gat kannski ekki alveg réttlætt á hinum listanum en þessar vörur eru bókað að fara að vera í mikilli notkun. 

1. * Elf Aqua Bronzer, ég nota skyggingarlitinn eiginlega bara uppá dag enda komin vel í pönnu og þetta er bara hinn fullkomni litur til að nota undir bronzer og við náttúruleg lúkk. 
2. Laura Mercier translucent powder, keypti það úti og hef verið að fýla það mjög mikið. En það hentar mér alls ekki þegar eg er mjög þurr í húðinni og of mikið undir augun er ekki alveg málið.. En með fullkomnu magni og húðin í jafnvægi er þetta fullkomið! 
3. * YSL Vörur, ég prófaði í fyrsta sinn YSL á árinu og þessar tvær stóðu klárlega uppúr. Bronzerinn sem heitir Saharinnes og Glow Shot highlighterinn. 
4. Rakasprey og settingspray, algjör nauðsyn sem gleymdist bara á hinum listanum .. Fix+ og All nighter eru klárlega mín topp 2. 
5. Born this way frá Too Faced varð nýr uppáhalds farði en mér fannst ég ekki hafa prófað hann nóg til að geta sett hann með en hann er sjúkur og ég er spennt að prófa hann meira! 
6. *Naked Heat Urban Decay, Fullkomin hlý paletta sem ég notaði rosalega mikið seinustu mánuðina á árinu. 
7. * Primer Stick frá Smashbox, Þessi fáu skipti sem ég vildi hafa alveg matta húð þá notaði ég þetta stifti frá Smasbox. 
8. * Maybelline varalitirnir slá alltaf í gegn hjá mér og bara ég elska hvern meira en þann næsta. Klárlega mín uppáhalds formúla á árinu. 
9. * Doll me Up frá Velour lashes, augnhár sem ég byrjaði að nota mjög mikið núna bara seinustu mánuðina á árinu og ég er sjúklega spennt að prófa fleiri! 
10. * MasterBronze frá Maybelline, þessi paletta er að koma mér skemmtilega á óvart! Hún er svo pigmentuð og litirnir eru svo flottir sé fram á að ég muni nota hana heilmikið á komandi mánuðum! 

Jæja þá er það komið .. Ég veit að þetta er mikið en mig langaði svo að segja ykkur aðeins frá hverri vöru og afhverju hún komst á listann! 

Hvaða vörur voru í uppáhaldi hjá þér árið 2017?