12 Days Of Makeup

F Ö R Ð U N
Þessi færsla er ekki kostuð. 

Mig langaði að gera einhvað skemmtilegt fyrir jólin en hafði enga hugmynd hvað það gæti verið. Sá svo gjafaleiki hjá Jaclyn Hill sem hétu 12 days of christmas. Mér fannst þetta svo skemmtileg hugmynd að ég ákvað að útfæra hana á minn hátt og fá fyrirtæki með mér í lið. Þetta byrjaði sem pínulítil hugmynd sem endaði með förðun, gjafaleik og afsláttarkóðum næstum því á hverjum degi í tólf daga. 

Mig langaði að deila með ykkur lúkkunum, hugmyndinni á bakvið þau, fyrirtækin og hvað var gert þann daginn. 

 
IMG_0564.jpg
 

1. Fyrsti dagurinn var með vörum frá TöruTrix og hafði ég þá strax í huga þetta bláa liner lúkk þar sem hún var að fá linera frá Wunder cosmetics í búðina sína. Þetta lúkk hafði mig langað að gera síðan seinasta sumar en aldrei fundið hinn fullkomna bláa lit. 
          Þennan dag þurfti að senda inn á snapchatið hjá mér til að vinna leikinn eftir lúkkið þá þurfti að senda inn svar við þessari spurningu. ,, Hvað finnst þér skemmtilegast að sjá á snappinu mínu. '' Ótrúlega falleg og löng svör byrjuðu að hrúgast inn sem gaf mér aldeilis kraft í þessa tólf daga. Klárlega eitt af mínum uppáhalds lúkkum sem ég ætla að gera næsta sumar.  
www.torutrix.is
 

 
F2996FB4-02FE-479A-9889-9F195270B0E2.jpg
 

2. Annar dagurinn var með vörum frá Blendit.is og kom þá þetta skemmtilega kalda smokey. Ég er yfirleitt alltaf með hlýja liti í smokey en ákvað að fara aðeins út fyrir þægindaramman og nota aðalega kalda liti. Það sem var mjög skemmtilegt að augnhárin sem ég var að nota seldust upp á meðan ég var að setja þau á mig! Enda eru þau rosalega flott og vel gerð þannig það kemur mér alls ekki á óvart ( Doll me up frá Velour ). 
         Til að vinna gjafaleikinn hjá Blendit annan daginn átti að senda snappið mitt áfram á einn vin eða vinkonu og senda screenshot af því! Það var svo hrikalega erfitt að velja skilaboð daginn áður að ég ákvað að hafa það aðeins minna persónulegt sitt á hvað. Þetta var uppáhalds myndin mín klárlega, stutta hárið fékk svo sannarlega að njóta sín. 
 Blendit.is

 
Snapseed.jpg
 

3. Þriðji dagurinn var lúkk með vörum frá Maybelline og var fullkomið tækifæri að sýna eitt af mínum uppáhalds lúkkum sem er bara maskari eða augnhár og fallegur varalitur. Rauður helst sérstaklega á þessum árstíma. Ég notaði varalit úr GiGi Hadid línunni Khair og blýant í stíl. Ljómandi húð bæði undir og ofan á farðanum. 
       Þriðja daginn voru gjafapokar frá Maybelline í verðlaun og til að vinna þá þurfti að fylgja mér á Instagram og senda þattökuna á snapchat! 
Maybelline

 
66B6AB32-C620-474A-A869-646C50FE9C08.jpg
 

4. Fjórða daginn var hið klassíska hlýja smokey sem ég hef eflaust sýnt áður og það er svipað lúkk á instagramminu mínu ef ykkur langar að sjá það. Þetta er svona lúkk sem ég fer alltaf í þegar mig langar að vera mjög fín og makeup sem að klikkar aldrei. Vörur frá merkinu Coloured Rain sem fæst í fotia voru þær vörur sem ég notaði þennan daginn. Queen of Hearts palettuna og stöku augnskuggana frá þeim líka. 
    Til að vinna vörur frá merkinu þá þurfti að senda mér einhvern einn hlut sem þú elskar við þig sjálfa/n. Það gekk miklu betur en ég hélt og ótrúlega margir sendu inn falleg hrós og margir töluðu um það hversu mikið þetta hjálpaði þeim þann daginn sem var klárlega tilgangurinn. 
Fotia.is

 
IMG_1859.jpg
 

5. Fimmta daginn voru vörur frá Inglot en það voru að koma nýjir highlighterar hjá þeim sem ég fékk að prófa og varð að deila því í lúkkinu! Ég er rosalega oft beðin um að gera auðveld lúkk sem krefjast þess ekki að eiga þúsund vörur og milljón bursta. Þetta var ótrúlega auðvelt lúkk sem er hægt að rokka samt við hvaða tilefni. 
             Þennan dag til að vinna gjafaleikinn þurfti að finna like síðuna mína, fylgja henni og senda til baka. Ótrulega skemmtilegt að sjá hvað það voru margir nú þegar að fylgja síðunni sem voru á snappinu, en var samt varla hissa þar sem ég á bestu fylgjendur í heimi! 
Inglot.is

 
367D4623-F76E-4661-B987-C82F239F7600.jpg
 

6. Sjötta daginn voru vörur frá BeautyBox og aðalega Glisten Cosmetics glimmerin, ég fann að sköpunargáfan mín þurfti að fá að skína þennan dag og gekk ég því alla leið með glimmerið. En glisten cosmetics er glimmer sem er aloe vera geli í og þessvegna er þæginlegt að bera það á. Fyrst var þetta bara mjög klassískt brennt halo sem endaði svo ótrúlega skemmtilega þegar ég var búin að vinna með alla umgjörðina á lúkkinu. Bleytti hárið og setti glimmer í það og á viðbeinið líka. Það gerir svo fáránlega mikið og þessvegna hugsa ég alltaf um alla heildarmyndina þegar ég tek svona myndir. Þetta var klárlega mitt uppáhalds lúkk sérstaklega þar sem ég er svo skemmtilega ólík mér. 
            Til að taka þátt í BeautyBox leiknum þurfti að senda inn sitt uppáhalds beautytips sem kom mér skemmtilega a óvart! Margt sem ég vissi ekki og skemmtilegt að sjá hvað var í uppáhaldi hjá fólki. 
beautybox.is

 
IMG_2326.jpg
 

7. Dagur 7 var sannkallaður glimmer dagur, enda jólin að nálgast og þá má aðeins leyfa sér í glimmerinu. Vörurnar voru frá Deisymakeup og út kom þetta skemmtilega fjólubleika lúkk. Með örlitlu glimmeri þá helst bara fyrir áferðina, það er svo skemmtilegt við glimmer að það getur gefið allskonar mismunandi skemmtilegar áferðir. Augnhárin eiga svo skemmtilegan stað í hjarta mínu en þau heita Fanney Dóra og valdi ég þau í samstarfi með Deisy makeup. 
             Til að vinna leikinn sem var þennan daginn en þá þurfti að segja mér uppahalds jólahefðina sína. Þetta kom mér svo sannarlega í jólaskap og fékk ég margar skemmtilegar hugmyndir hvað ég myndi vilja gera þegar ég held mín eigin jól! 
Deisymakaup.is

 
2D51E7A0-5116-43BA-B620-8B6936BBEA0D.jpg
 

8. Áttundi dagurinn var gerður með vörum frá Haustfjörð! Það var mikil eftirspurn eftir auðveldu glimmer lúkki sem tæki ekki of langan tíma og væri helst með sem fæstum vörum. Þá vissi ég strax hvaða vörur mig langaði að nota í þetta lúkk en ég gerði svipað á jolunum í fyrra og var ennþá að fá spurningar um það í dag! Þessvegna ákvað ég að endurgera það með eyekandy glimmeri og social eyes augnhárum. 
            Þennan dag var glimmerpakka að vinna og til þess að vinna hann þurfti að senda mér hvað skyldi gera við glimmerið! Ótrúlega mikið af flottum lúkkum sem fólk vildi gera eða endurgera og þessvegna ákváðum við Heiðdis að þrír myndu fá glimmer pakka og gera flottu lúkkin með þeim! 
Haustfjord.is

 
318894FD-81B3-4AF1-B52B-5B791BA89C60.jpg
 

9. Níundi dagurinn var líka smokey .. já ég veit annað smokey en ég bara elska að gera þau og það er svo einfalt! Þarna þurfti ég að flýta mér að gera mig til fyrir tonleika og valdi að gera glimmer smokey. Kom mjög skemmtilega út með vörum fá Lineup.is og þessi paletta kom mér sérstaklega á óvart. Lúkkið var eitt af mínum uppáhalds og einhvað sem ég mun klárlega gera aftur! 
       Þennan dag ákvað ég að hafa seinasta gjafaleikinn, þarna voru alveg að koma jól og vildi ég hafa alveg heilugustu dagana gjafaleikjalausa. Til að enda gjafaleikina eins og við byrjuðum þá, þá ákvað ég að hafa spurninguna ,, Hvað ertu spenntust/spenntastur fyrir að sjá árið 2018? '' 
Þvílikt sem það komu skemmtileg svör og það sem ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári með ykkur! 
Lineup.is

 
DA860426-02E8-475C-9C5F-736662FB84A2.jpg
 

10. Tíundi dagurinn var rólegur og notaði ég hann í að prófa vörur frá merkinu Becca! Nýjann farða og fleiri vörur frá merkinu. Það sem mér finnst endalaust hægt að vinna með er lúkk sem er bara alveg fullkomin húð, vandaður grunnur, fullkomin augnhár og áberandi varalitur. Þessvegna tókum við okkur tíma í að gera húðina alveg fullkomna. 
                Lúkk sem ég gríp mjög oft í og mæli með að mastera ef þið hafið oft lítinn tíma að gera ykkur til! 

 
26104977_10203993477834155_1625837549_o.jpg
 

11. Dagur númer 11 fór í mikilvægi húðhreinsunar, en það mikilvægasta við förðun er að kunna að hugsa um húðina sína. Hvernig á að taka af makeup, undirbúa húðina fyrir maska og hvað skal gera eftir maskann. Við vitum öll hversu mikilvægt þetta er en svo er bara spurning hvort við förum eftir þvi! Þarna er ég með tvo hreinsimaska og setti svo strax olíur og raka aftur í húðina. 

 
26133009_10203993478154163_1827290003_o.jpg
 

12. Seinasti dagurinn var að sjálfsögðu aðfangadagur og þá duttum við í skemmtilegan gír en sá dagur átti bara að vera brúnkukremsdagur en endaði einhvernveginn í lúkki! Ég hef aldrei séð svona mörg screenshot eins og þegar ég spurði ykkur hvort þið vilduð gera ykkur til með mér á aðfangadag! Þannig við settum á okkur Marc Inbane brúnkukrem og gerðum þetta lúkk saman! 
Marcinbane.is

Þessir tólf dagar voru mun erfiðari en ég held að skipuleggja lúkk á hverjum degi sem getur tekið allt frá hálftíma upp í tvo-þrjá tíma! En það var líka ótrúlega skemmtilegt að fá öll þessi skemmtilegu skilaboð frá ykkur og peppið sem ég fékk alla dagana. Introið sem ég hélt að allir myndu hata eftir tvo daga sem ég fékk svo skilaboð um á hverjum degi hvað þið elskuðuð það mikið! 
Það var svo skemmtilegt að fá að gefa ykkur á hverjum degi hvort sem það var afsláttarkóði eða gjöf. 

Mig langar að þakka öllum fyrirtækjunum sem tóku þátt sem þið getið séð hérna fyrir ofan og ykkur öllum líka fyrir að taka þátt á hverjum degi og peppa mig í gegnum þessa tólf daga. Ég er svo óendandalega þakklát fyrir ykkur öll alla daga og ekkert af þessu væri hægt ef það væri ekki fyrir ykkur sem nennið að fylgjast með ruglinu i mér alla daga! 

Hvað var ykkar uppáhalds lúkk? 


Ykkar
Fanney Dóra.