Seinasta Jólagjafahandbókin // Fyrir alla.

L Í F I Р
Færslan er ekki kostuð. 

Þar sem ég er búin að vera með 12 days of makeup á snappinu þá hefur bloggið og jólagjafahandbækurnar aðeins þurft að sitja á hakanum. En ég náði nú að gera þrjár og var með helling af hugmyndum á snappinu, það verður að duga þetta árið! 

En þá er það sem mig langar að segja ykkur frá, jólagjafir fyrir fólkið sem á allt eða veit ekkert hvað það vill! 

Gjafakort í Spa, T.d. Laugar Spa. 
- Ég er orðin of háð LaugarSpa og finnst það svo skemmtileg gjöf, dekur dagur handa þér og ástvin eða jafnvel tvö bréf fyrir vin. Það sem mér finnst líka sniðugt er að gera svokallaða dekur körfu, mögulega miði í baðstofuna, sjampó & næring eða maski. Einhverjir nokkrir hlutir í körfu því fólk er alls ekki nógu duglegt að dekra við sig. 

Screen Shot 2017-12-22 at 23.34.19.png
26024319_10203978795507106_792218508_o.jpg

Ég bauð mömmu minni og systur í dekur á baðstofunni og það sem það var notalegt hjá okkur og ætlum að skella okkur aftur sem fyrst! 

Miði á námskeið eða fyrirlestur t.d. Life með Öldu Karen. 
- Þennan fyrirlestur er ég svo spennt að fara á og held að þetta sé fullkomin byrjun á nýju ári. Svo margt sem hægt er að læra af henni Öldu og þvílikt sem það er peppandi að gefa eða þiggja svona fræðslu. Það eru mismunandi miðaverð þannig það er hægt að finna einhvað verðbil fyrir alla. 

Screen Shot 2017-12-22 at 23.35.40.png

Þetta tvennt datt mér í hug að deila með ykkur þótt að það séu endalaust af upplifunum sem er hægt að gefa, tónleikar, köfun, þyrluflug, óskaskrín og margt fleira. Ástæðan fyrir því að ég deili þessu svona seint er að þetta er mjög þæginlegt á þann máta eins og með MasterClassið þá kemur bara miðinn í tölvupóst og ekkert búðavesen. Svo er hægt að fara bara niðrí Laugar og kaupa miða í Spa, ekkert búðavesen heldur! 

Vona að þið spáið í að gefa upplifun frekar en bara hluti þar sem margir eiga nóg af dóti en alls ekki nóg af upplifunum!