Vila Kvöld!

L Í F I Ð // T Í S K A 

Ég fékk þann mikla heiður að fá að gera mjög skemmtilegt verkefni með Vila sem heitir val bloggarans eða Bloggers Choice. Það sem ég gat varla hamið mig úr spennu eins og sást kannski á snapchat en það gætu hafa fallið nokkur tár einnig .. Já þetta var allt mjög dramatískt og gaman. 

En fyrir ykkur sem ekki vitið þá byrjaði ég með þetta blogg sem tískublogg, komst svo fljótt að því að það væri ekki hægt þar sem að fatabúðir á Íslandi voru ekki að bjóða uppá föt fyrir mig eða aðra í plus size. Þessvegna gat ég gleymt öllum draumum um að vinna með fataverslunum eða vera hluti af því. Svo tveimur árum seinna fæ ég að gera þetta, velja föt sem mér finnst flott og leyfa öllum að sjá? 

Það má nú vera smá dramatísk yfir því. 

IMG_7125.jpg

En ég valdi mér nokkrar flíkur og þær voru sýndar á slá í glugganum á VILA og svo voru allstaðar merkispjöld með mynd af mér þar sem fötin voru sem ég mæli með. 
Þetta var bæði bland af fötum sem mig langaði í eða föt sem ég á og nota mikið! 

IMG_7144 (1).jpg

Ég fékk mér að sjálfsögðu fullt af því sem að var á slánni en þetta var bara allt svo flott! 

Hérna er svo bara brotabrot af snöppum frá ykkur, en þvílikt sem ég kann að meta það að þið hafið í alvörunni farið og kíkt og fundist þetta flott! 

Takk öll sömul fyrir að kíkja og VILA fyrir að vilja gera svona skemmtilegt verkefni saman, fyrir mér þýðir þetta svo ótrúlega mikið og ég get ekki beðið eftir komandi tímum!