Asos Curve // Wishlist Pt. II

T Í S K A

Leitin af fullkomnu jólafötum er hafin og þá er auðvitað skoðað allt annað og engin jólaföt finnast .. 

Vegna þess að það voru svo góðar viðtökur við seinasta Asos óskalista þá ákvað ég að gera part II 

Screen Shot 2017-10-28 at 19.00.36.png

Mig langar svo í svona jakka! Finnst þessi fáránlega flottur og myndi fá mér hann í mjög stórri stærð til að geta verið í hettupeysu undir, bláum rifnum gallabuxum og uppháum stígvélum!
Þessi jakki fæst hér

Screen Shot 2017-10-28 at 21.25.26.png

Er lúmskt skotin í þessum samfesting .. enn og aftur við upphá stígvél! Þessi færsla ætti kannski bara að vera um óskalisti um þessi stígvél .. 

Þessi samfestingur fæst hér

Screen Shot 2017-10-28 at 21.28.25.png

Er sjúk í allt rautt og dreymir heitt um eignast rauða kápu! Ég á flesta liti af kápum og ég verð að eignast þessa kápu! 

Þessi kápa fæst hér

Screen Shot 2017-10-28 at 21.30.56.png

Okey þessi röndótti bolur undir rauðu kápuna með umtöluðu stígvélunum! 

Fæst hér