Spara eða Splæsa

 

S N Y R T I V Ö R U R
Færslan er gerð í samstarfi við Krónuna. 

Mig langaði til að sýna ykkur að allar húðvörur þurfa ekki að vera rándýrar og gera með ykkur maskakvöld undir 2000kr. 

DSC08803.jpg
DSC08837.jpg
DSC08843.jpg

Fyrst nota ég svarta hreinsinn fá L'oreal en hann er einn af mínum uppáhalds hreinsum! Hann hef ég notað lengi og sé ekki fram á að ég muni hætta því! Hann tekur bókstaflega allt. 

Svo skelli ég svarta leirmaskanum eftir það á, hann nota ég aðalega á T svæði og dreifi aðeins úr. Passa bara að hafa þunnt lag svo að hann þorni jafnt yfir.  Ég nota alltaf RT burstann til að dreifa maskanum en finnst það miklu þæginlegra að nota vörurnar!  

Vörurnar fást báðar í Krónunni en ég fékk mínar í Krónunni inní Hafnafirði en þar er mesta snyrtivöru úrvalið! Allskonar snyrtivörur á góðu verði! 

Ég mæli með að þið kíkið á þessar vörur en hver vara í þessari færslu kostar undir 2000kr ! 

Næsti maski frá merkinu sem mig langar að prófa er blái maskinn! Ætla að fylgjast vel með hvort að hann fari ekki að birtast á hillum Krónunnar!