Vetrar úlpan komin í hús!

 

T Í S K A
Vöruna keypti ég sjálf. 

Það sem mig hefur vantað úlpu fyrir veturinn en ég fékk mér seinast úlpu þegar ég var í níunda bekk .. Já það mætti segja að það hefði verið kominn tími til að splæsa í nýja. En ég fékk mér anorak fyrr í haust og hann hefur dugað hingað til en myndi klárlega kalla það haust og vor flík. Það var orðið ansi kalt að fara í hann á morgnanna. 

IMG_6850.jpg

Úlpan er fullkomin fyrir veturinn! Hún er svo djúsí og hlý, það er hvítt loð ínni sem er samt ekki yfirþyrmandi. Ég er nefnilega mjög heitfeng þannig það hentar mér vel að vera í úlpu sem er mitt á milli! 

IMG_6842.jpg

Hún nær mér niðrá kálfa og er aðeins síðari aftan á, það er bæði hægt þrengja hana um mittið og neðst niðri. Fullkominn mosagrænn og bara vá um leið og ég sá hana þá vissi ég að hún yrði mín! 

Það er mjög fallegt úrval af úlpum og fleiru í Vila akkúrat núna! Mæli með að þið kíkið á allar fallegu yfirhafninar! 

Úlpuna keypti ég í Vila Smáralind
Hún kostaði 23.990. 
Ég tók hana í stærð L