Móna Monstera

 

L Í F I Р
Varan er fengin að gjöf. 

Mig hefur lengi langað í plöntu sem heitir monstera en allar þær sem ég hafði skoðað voru svo stórar. Plantan sem mig langaði að eignast þurfti að vera lítil því draumurinn minn var að hún myndi vaxa með mér í gegnum lífið! 

Kannski smá dramatískt en þið sem eigið plöntur og hafið áhuga á plöntum skiljið hvað ég er að meina! 

DSC08847.jpg

Það var ekki fyrr en ég kíkti í nýja búð í Kringlunni sem heitir Bast sem að ég fann þessa fullkomnu monsteru og skírði hana Mónu!  Hún heillaði mig strax, fyrst hélt ég að þetta væri gerviplanta svo var hún bara svo fullkomlega raunveruleg! Potturinn undir hana er líka svo fallegur og fékk ég hann líka í Bast! 

DSC08851.jpg

Doppan á plöntunni heillaði mig svo mikið! Aðrir hefðu talið hana gallana en ég elska ófullkomleikann í fullkomnunni. 

Bast er klárlega nýja uppáhalds plöntubúðin mín og bara fyrir allt heimilið, mig langar í vandræðanlega margt í þessari búð! 

Mæli klárlega með því að þið kíkið í Bast, það verður allaveganna margt sem mig mun langa að safna mér þaðan!