Ofra Kinnalitir!

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf. 

Um daginn komu nýjir kinnalitir frá Ofra út og þar sem ég er sjúk í kinnaliti þá varð ég ótrúlega spennt fyrir þeim! Síðan ég útskrifaðist úr skólanum hefur einn kinnalitur verið lang mest notaður hjá mér en ég finn fyrir því seinustu daga að ég er frekar að grípa í þessa nýju! 

Litirnir heita Bellini, Punch & Mai Tai 

Litirnir heita Bellini, Punch & Mai Tai 

DSC08529.jpg

Eins og þið sjáið þá er Mai Tai, mest notaður hjá mér en uppáhalds kinnalitirnir mínir eru þeir sem eru litsterkir og fríska upp á mann! Sé samt fyrir mér að Punch verði mikið notaður í vetur. 

Screen Shot 2017-10-15 at 21.14.26.png

Litirnir eru ekki of pigmentaðir en það finnst mér vera kostur þegar kemur að kinnalitum, vilt ekki vera að setja á þig kinnalit og enda eins og postulíns dúkka! Eða ég vil bara hafa léttan kinnalit sem blandast fallega inní skyggingarlitinn. 

Hvaða litur finnst þér fallegastur?