Clinique Superbalanced

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf. 

Núna hef ég verið að prófa þennan farða í sirka 4 vikur, þessvegna finnst mér ég get sagt ykkur aðeins frá honum. Farðinn sem við ætlum að skoða í dag er frá Clinique og heitir Superbalanced.

Farðinn er silkikenndur, myndi segja demi mattUR með mjög fallegri áferð, það var samt ekki mín fyrsta skoðun. Fyrst þegar ég prófaði hann fannst mér hann sitja skringilega á húðinni. Svo kom ég heim eftir sirka 8 tíma og þá sást vel hvað farðinn hafði aðlagast húðinni vel og leit fallega út á húðinni. Hann var ekki of olíukenndur en farðinn á að draga í sig alla auka olíu. Húðin leit svo vel út og geislaði af heilbrigði.  

DSC08480.jpg

Liturinn sem ég er með heitir Silk Canvas og þyrfti ég að vera með brúnkukrem til að láta hann virka fyrir mig. 

En ef þú ert með olíukennda húð þá myndi ég prófa farðann bara svona eins og hann er, en svo verð ég að segja ykkur eitt hax sem lét mig verða enn ástfangnari af farðanum. 

DSC08507.jpg

Prófaðu að blanda saman gull olíunni frá muddy body sem fæst hjá daria.is við farðann! Sú klikkaða áferð sem kemur þá! Ef þú ert með þurra húð eða yfirborðsþurrk þá áttu eftir að elska þetta. Farðinn sýgur í sig olíuna og áferðin breytist og verður svo ljómandi og fullkomin! 

Ég mæli klárlega með þessu trixi því núna er þetta einn af mínum uppáhalds förðum!