Seinniparts Boozt

 

M A T U R // L Í F I Р

Já ég er orðin sjúk í boozt! Orð sem að áttu aldrei að koma úr mínum munni, eins og mætti orða það þá get ég verið ansi manísk, þegar ég elska mat þá ELSKA ég hann og borða lítið sem ekkert annað. Giski þið hvað, það gerðist með boozt en jæja það hefur gerst .. ég er aftur orðin ástfangin af boozti! Þessvegna langaði mig að deila með ykkur uppskrift af mínum vegna þess að ég er aðeins að prófa mig áfram í þessu og langar að taka ykkur með! 

DSC08536.jpg
DSC08553.jpg

1/2 Gluten Fríir hafrar
1/3 Apple Pie protein stöng
Dass af Lima kókosmjólk
1 msk af hreinu skyri ( má sleppa ) 
Lófi af frosnum berjum
1/2 banani 

DSC08541.jpg

Þetta er svo rosalega saðsamt að ég gæti klárlega hugsað mér að drekka þetta í kvöldmat þegar það var stór hádegismatur fyrr um daginn. Hann er alls ekki of sætur en bananinn og prótein stykkið sem er mest megnis gert úr döðlum kemur í veg fyrir það. 

Endilega segðu mér í kommentunum hvernig þinn uppáhalds boozt er og það gæti vel verið að þið fáið að vera á blogginu!