Iðunn Box

S N Y R T I V Ö R U R
Varan er fengin að gjöf. 

Já ég veit að desember er búinn en mig langaði samt að sýna ykkur desember boxið frá Iðunn Box! En ég unboxa það alltaf á snapchat með ykkur - fanneydorav - og mig langaði líka að sýna ykkur það hér! 

Desember boxið var ótrúlega veglegt og það er líka fínt að sýna það svona seint því það voru pottþétt margir sem fengu það í jólagjöf og þá er ekki skemmtilegt að vera búin að sjá það allstaðar á snapchat! 

Boxið kemur svona ótrúlega sætt, bleikt og mér finnst þetta snilldar gjöf! Það er líka hægt að kaupa Gjafabréf sem mér finnst geðveikt.

 

Ég var svo spennt fyrir þessum vörum að ég varð strax að prófa þær allar. En ég á varalitinn frá Rimmel og ég er búin að nota hann stanslaust síðan ég fékk hann fyrr í vetur. Hann er svo mjúkur og ég dýrka möttu litina frá Rimmel. Svo er annað sem er svo sniðugt en þessir litlu GlamGlow maskar, ég er held ég ekki að ljúga þegar ég segi að það sé ekki hægt að kaupa þá á Íslandi en ég vildi óska þess! Þeir eru svo sniðugir til að prófa, eftir að hafa prófað þennan græna litla þá langar mig í stóru útgáfuna, en hana er auðvitað hægt að kaupa á Íslandi! Hann er ótrúlega hreinsandi og það eru korn í honum þannig hann hreinsar húðina ótrúlega vel. Það er líka meira en bara ein notkun í þessari krukku. 

Hversu skotin í La Mer er ég bara?? Vá þvílík lúxus vara, mig langar ótrúlega mikið í olíuna í stórri gerð og rakakremið líka.. Ég er búin að vera svo þurr í húðinni og þetta eru fáránlega góðar vörur. 
Svo Barry M. Vörurnar en mig langar mjög mikið í fleiri naglalökk frá þessu merki en þau þorna svo hratt sem er snilld fyrir svona óþolinmóða týpu eins og mig.
                     Þessi penni er líka snilld en um leið og mamma sá pennan þá sagði hún strax ,, vá hvað þú þarft á þessu að halda í lífið þitt. '' En ég er skelfileg að naglalakka mig og þetta bjargar mér alveg, en þetta er bara eins og strokleður með naglalakka hreinsi í. 

Daisy ilmvötnin eru í miklu uppáhaldi hjá mér en markmiðið er að eiga öll ilmvötnin því ég bara dýrka þessar lyktir. Þetta fer klárlega í veskið þar sem ég á annað svona lítið sem er til sýnis í herberginu mínu. En ég verð að eignast öll Daisy ilmvötnin, mæli með að þið farið og prófið að lykta af því! Svo komu tvær prufur af Paul Mitchell sjampói og næringu en þetta á að vera þvílik snilld og ég er spennt að prófa! 

Endilega kommentið hér undir hvað ykkur finnst mest spennandi úr desember boxinu og ég er spennt að sýna ykkur næsta boxið!