Skinny Bunny

M A T U R & D R Y K K U R
Varan er fengin að gjöf

Þið vitið hvað ég er sjúk í te og þessvegna var ég ótrúlega spennt yfir þessu te sem heitir Skinny Bunny og fæst hjá www.alena.is. Ég ákvað að geyma það að prófa teið svo að það myndi ná að virka sem best. En auðvitað með öllu svona þarf líka að lifa heilbrigðum lífstíl og þetta virkar ekki eitt og sér. 

Ég ákvað að lesa sem minnst um teið og bara byrja að prófa og sja hvaða breytingum ég tæki eftir. 

Innihaldið er:  Valerian rót, Tulsi lauf, Stevia lauf, spearmintu lauf, rósablöð, rooibos, oolong lauf og engifer. 

Innihaldið er: 
Valerian rót, Tulsi lauf, Stevia lauf, spearmintu lauf, rósablöð, rooibos, oolong lauf og engifer. 

- Fyrsta sem að kom mér mjög á óvart var hvað ég var miklu minna bjúguð, hef alltaf verið rosalega bjúguð en var það klárlega ekki lengur. 
- Er södd allan daginn. 
- Orkumeiri yfir daginn og á æfingum.  
- Sef betur. 
- Ekki íllt í maganum, oft þegar ég er að taka matarræðið í gegn verð ég svo slæm í maganum en fann ekki fyrir því núna. 

Þetta er það sem teið gerði fyrir mig, auðvitað helst í hendur að vera byrjuð í ræktinni, taka mataræðið í gegn og svona auka breytingar eins og te, kvölds og morgna. 

Á morgnanna drekk ég teið kalt, með klökum en ætla að reyna að byrja að drekka það heitt kvölds og morgna. 

Ásamt þessum breytingum á líkamanum þá hef ég líka strax byrjað að missa cm og kíló en þótt að það sé ekki bara teinu að þakka þá held ég klárlega að það eigi þátt í þessu! Enda er þetta eitt sem ég tók inn nýtt og líkaminn hefur bara klárlega verið að elska það. Líka bara athöfnin að fá sér te kvölds og morgna byrjar og endar alla daga vel. Ég mæli klárlega með því að þið prófið þetta ef þið elskið te og vantar smá extra spark! 
Endilega sendið mér ykkar reynslu af þessu tei annaðhvort hér í kommentum eða á snapchat! 

Núna er ég búin með helminginn af 28 dögum og þegar þeir klárast ætla ég klárlega að halda áfram. Fyrir utan það hvað ég er te sjúk þá finnst mér þetta bara algjör snilld eins og þið sjáið!