Glimmer Halo

 F Ö R Ð U N

Á tímabili gerði ég svo mikið af förðun sem kallast halo eða 3d skygging að ég hætti að heita Fanney Dóra og fór að heita Fanney Halo.. hehe? Nei okey samt í fúlustu alvöru, ég elska þessa augnförðun og gerði eina um daginn á snappinu ( fanneydorav ) og aðra svo á gamlárskvöld. 

Til að gefa halo-inu sma extra þá setti ég glimmer í miðjuna. Ég er búin að vera að nota aðallega glimmer frá Eyecandy og Lit. 

Ég gerði bæði grænt halo og svo bleikt halo til að vera með á gamlárs og ég er ótrúlega hrifin af þeim báðum. Hef hingað til bara verið að gera gyllt og fjólublá og mæli klárlega með að fara út fyrir þægindarrammann. Ég á til að vera ótrúlega léleg að prófa einhvað nýtt þegar ég festist í sömu förðuninni en þetta gefur förðuninni svona smá extra. 

Þið verðið að senda mér þegar þið gerið halo! Mér finnst það alltaf svo fínt. 

Augun

L.a. Girl augnabrúna blýantur í brunette
L.a. Girl Pro Conceal í natural
Melt Cosmetics, rust stack
Juvia's Place, Masquerade paletta
Eyecandy glimmer í twizzle stick sugar
Makeup artist - holy glow nr 2 paletta
Peekaboo augnhár - Heartbreaker
 

Húðin

Maybelline babyskin primer
L.a. Girl Pro Conceal farði
Fit Me hyljari nr 10
Rcma no color powder
Makeup Store Wonder powder í Kalahari
Give me Sun Bronzer
Hoola bronzer
Makeup Store, Sea Shell kinnalitur
Anastasia Beverly Hills, So Hollywood highlighter
 

Það kemur meira um þetta augnlúkk á instagram! - fanneydora.com_ -