Besti millibitinn!

M A T U R
 

Eftir að ég byrjaði á námskeiðinu hjá Fitnestic þá er ég stanslaust að reyna að finna eitthvað hollt millimál/narsl. Mér finnst svo oft svona prótein stykki ekki góð heldur bara svona falskt nammi. Já dramatíkin er í hámarki þegar kemur að hollustu. Svo sá ég þessi Fulfil stykki poppa upp á svo mörgum stöðum á snapchat þannig ég fór og keypti mér nokkur. 

Mér brá svo sannarlega þegar ég komst að því að þetta væri sjúklega gott! Þetta er svona líkast nammi af öllum stykkjum sem ég hef prófað og það sem þetta hjálpaði nartþörfinni minni mikið. Þetta er algjör snilld til að skera niður og drekka ískalt vatn með og þá ertu bara eiginlega komin með nammikvöld. 

Mitt vandamál felst voðalega mikið í nartinu, á lang erfiðast með kvöldin en þá er snilld að hafa svona valmöguleika, hálft svona stykki kemur manni líka á góðann stað þannig eitt svona stykki endist heillengi! Þetta er líka klárlega þannig að ég vil hafa svona í bæði veskjunum mínum og íþróttatösku. Hversu oft hefur maður farið í búðina eftir vinnu og endað á að kaupa allskonar rusl því maður er svo svangur og pirraður?? Þetta gerist allaveganna alltof oft við mig! 

Það er alltaf verið að biðja um að ég verði dugleg við að sýna ykkur matinn minn og mig langar líka að koma því í gang hérna á blogginu! 

Ég mæli 100% með þessum stykkjum og þið munuð eflaust sjá þau mikið hjá mér!