MUA - Makeup Academy

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar voru fengnar að gjöf en það hefur ekki áhrif á álit greinarhöfunds. 

Ég fékk að velja mér nokkrar vörur frá merkinu MUA ( Makeup Academy ) sem er í sölu hjá shine.is og mig langaði aðeins að deila með ykkur þeim vörum sem stóðu uppúr hjá mér. 

Fyrsta sem að heillaði mig ótrúlega mikið eru þessi 2-1 kit. Gullitaða kittið er contour kit en í því eru mattur bronzer og svona nude/kampavíns litaður highlighter. Þessi highlighter er öruglega fáránlega flottur á dekkri húð! Ég gæti líka hugsað mér að nota hann sem bronzing topper, semsagt létt yfir bronzerinn til að gefa honum meira sheen áferð. Svo í silfurlitaða kitinu og er ljósari highlighter og setting púður. Highlighterinn er mjög fallegur gylltur og smá duochrome legur. Svo undir er hvítt setting púður sem er snilld undir augun og á svæði andlitsins sem þarf að lýsa. 

Fyrir ofan eru highlighterarnir og neðan eru púðrin. 

Það sem ég fýla líka mjög mikið er að bronzerinn er ekki of hlýr og ekki of kaldur. Það er sko alls ekki sjálfgefið að finna bronzer sem hlutlaus og náttúrulegur. 

Svo eru bæði highlighterarnir og púðrin bæði mjög mjúk og þæginleg. 

Svo er það þessi highlighter.. ekki bara er hann svo fallegur heldur eru pakkingarnar líka mjög sniðugar! 

En þetta er laus púður highlighter en hann er í föstu formi undir og svo er skafað af honum í hverri notkun. Þá ertu aldrei að eyða of miklu og það er bara of gaman að skrúfa þessu. Púðrið gefur mjög fallega og gyllta áferð, það er líka auðvelt að hafa bara smá sheen yfir hæðstu punktana svo er líka alveg hægt að vera eins og diskó kúla! 

Svo eru það stöku augnskuggarnir frá merkinu, en þeir eru svo pigmentaðir og kremaðir. Þessi heillaði mig strax og er einhverskonar brenndur gylltur/ kopar litur. Er ótrúlega spennt að nota hann í förðun! Það voru til helling af litum og þeir eru í kringum 500kr! 

IMG_6865.jpg

Svo er það augabrúna pomade og það koma 3 litir í því og ég er með dekksta litinn. En það er ótrúlega kremað og þæginlegt að vinna með það. Með vörunni fylgir bursti sem mér finnst alltaf vera stór plús. 

Þessu púðri féll ég strax fyrir þar sem það á að vera rakagefandi sem að er eina sem ég þarf þessa dagana. Það er ekki þurrt og mér finnst húðin ekki verða kökuleg með þessu púðri, mæli með að þið kíkið á það ef þið eruð mjög þurr í húðinni. 

Mig langaði að segja ykkur betur frá þessum vörum en ég veit að sjálfri finnst mér gaman að lesa um merki sem eru með góðar vörur og maður heyrir alltof lítið um! Ég er ótrúlega spennt að prófa mig meira áfram með þessar vörur og ef ykkur langar að prófa þá er ég með afsláttarkóða fyrir ykkur! 

Af öllum MUA vörum hjá shine.is er 15% afsláttur! 

Fanneydora15 

Ef þið hafið einhverjar spurningar um vörurnar eða viljið sjá einhvað nánar þá endilega bara sendið á snapchat - fanneydorav.