Fitnestic x Fanneydora.com

L Í F I Р

Eftir áramótin fann ég það klárlega hvað mig vantar smá reglu í lífið, ég nýt þess svo að vera í ræktinni en vantar meira en bara að fara sjálf. Mig vantaði pepp, einhvað eftirlit og hugmyndir af æfingum. Ég hafði séð nokkrar stelpur sem að ég er a fylgjast með á snapchat vera hjá Fitnestic þjálfun og elska það. 

Ég sendi þeim smá póst og athugaði hvort að þær væru til í samstarf en það voru þær til í og gerðu sko enn betur! Ég get eiginlega ekki hætt að vera spennt fyrir komandi mánudegi því að þá byrjar 8 vikna námskeið hjá þeim. Þetta námskeið er bara nákvæmlega það sem mig vantar og einhvað sem ég get deilt með ykkur líka. Ég mun koma til með að ræða þetta mjög mikið á snappinu mínu og hvernig gengur og hvernig mér finnst. 

Mer finnst bara stelpurnar hjá Fitnestic virka svo mikið á mig eins og þetta sé hægt og að þetta þurfi ekki að vera ömurlegt. Einnig að þetta sé bara jákvæð heilsubreyting en ekki einhvað yfirþyrmandi dæmi sem eltir mann hvert sem maður fer.

Það sem ég er eiginlega enn spenntari fyrir er að þær vilja gefa ykkur námskeið líka?! HA, BARA HA?! hversu geðveikt?! 

Til að taka þátt í þessum gjafaleik sem er að andvirði 29.900 þá fariði inná facebook.com/fanneydorav/

Endilega takið þátt, því maður vinnur ekki ef maður tekur ekki þátt!