Jólagjafahandbók '16 #3

L Í F I Р

Jæja þá er komið að manninum í lífi þínu, getur verið hver sem er. En ég reyndi að hafa þetta sem víðast og auðvitað þurfiði alls ekki að taka þetta bókstaflega. Þótt það sé sérstök týpa af bakpoka þá þarf það auðvitað ekki að vera þessi týpa heldur bara einhver bakpoki sem ykkur finnst flottur! 

Mér finnst alltaf mjög erfitt að finna gjafir handa mönnunum í mínu lífi þannig vonandi getur þessi listi hjálpað ykkur! 

1. Húfur, að sögn bróður míns eru Stussy húfur mjög töff. Klassísku 66°norður húfurnar eru líka alltaf vinsælar. 
2 . Bakpokar eru mjög vinsælir akkúrat núna, þessi er frá merkinu Herschel og fæst á urbanoutfitters.com
3. Íþróttafatnaður slær alltaf í gegn í jólapakkann, peysurnar frá Nike eru alltaf klassískar. Þessi fæst hjá hurrareykjavik.is
4. Ég er mögulega að troða hátölurum í allt því mig langar svo í .. 
5. Playstation og leikir í hana er alltaf svona eiginlega alveg örugg gjöf að mínu mati. Hef oft gripið í það að gefa FIFA þegar ég vissi ekkert hvað ég átti að gefa! 
6. Champion er mjög flott merki og þessi peysa er fáránlega flott. Stórar peysur eru útum allt núna og mikið á síðum eins og asos.com og urbanoutfitters.com

7. Alltaf gott að fá vettlinga. 
8. Gjafabréf í tattú! Finnst þetta mjög sniðug gjöf því það eru mjög margir að safna sér fyrir tattúum og mjög sniðugt að gefa bara upphæð af eigin vali. 
9. Sýndargleraugu frá Sony, setur símann í gleraugun og getur þá verið í sýndarleika. Fást hjá www.nova.is
10. Veski, þetta merki fæst held ég í hrím! 
11. Skór, þessi týpa frá merkinu Dr.Marteins er búin að vera rosalega vinsæl undanfarið! 
12. Skegg olía fyrir þá sem vantar. Þessi fæst hjá urbanoutfitters, en ég veit af einni hjá coolcos og það er rosalega góð lykt af henni. 
13. Calvins nærföt eru mjög vinsæl og eru búin að vera það seinustu ár. 

Screen Shot 2016-12-07 at 20.04.21.png

14. Sími, að mínu mati er það alltof dýr gjöf. En ég ákvað að hafa hann með þar sem fólk er mismunandi og það verður bara að ákveða fyrir sig hvað er of dýrt! 

15. Að mínu mati er aldrei leiðinlegt að fá ilm í jólagjöf, einhvað sem öllum vantar. 

16. Derhúfur hafa komið rosalega sterkar inn síðan í sumar. 

17. FitBit, ég á svona úr og finnst það algjör snilld og alveg klárlega fyrir alla sem vilja fylgjast vel með heilsunni. 

18. Það er algjör snilld að bestseller sé komin með netsíðu! En þar getiði verslað föt af síðum eins og Jack&Jones, selected og fengið heimsent! 

19. Pyropet kerti, vilja ekki allir hafa flott kerti inni hjá sér? 

20. Húðvörur, margir strákar eru alltof lélegir að hugsa um húðina sína og það er bara mjög mikilvægt að gera það. Með því að gefa þeim vörur eru þeir kannski aðeins líklegri til að nota þær. Ég tók kit af nola.is sem dæmi en auðvitað bara þær húðvörur sem ykkur dettur í hug. 

21. Varð að taka þessa íþróttatösku af icepharma.is því hún er bara sjúklega flott! 

Þessi listi er aðeins lengri en hinir, en ég fékk hjálp frá bróður mínum. Að mínu mati er líka erfiðast að gefa strákum og þessvegna er listinn aðeins lengri! 

Er einhvað á þessum lista sem þú ætlar að gefa?