Sunnudags Umsögn - The Body Shop

V I T A M I N  E 

 

Vörurnar í þessari færslu eru keyptar af mér. 

 

Ég fór á Body Shop viðburð um daginn og þar fengum við að heyra margt um Body Shop og vörurnar þeirra. Það var ótrúlega gaman að fá að heyra betur um vörurnar og fyrirtækið sjálft. Ég keypti mér slatta af vörum en það eru tvær sem mig langar að segja ykkur aðeins frá. 

h.jpg

 

 

Þessar tvær vörur hef ég verið að prófa og mér líkar mjög vel við þær! Ég hef verið í veseni með húðina en henni hefur vantað raka og þá er vítamín E línan frábær! Ég keypti líka rakasprey úr línunni en ég hef ekki alveg náð að prófa það nógu vel. 

Neglur; Neglur og förðun - Sara Hinriks

 

 

Þar sem ég vinn á leikskóla þá erum við rosalega mikið úti og ég er farin að hugsa mun meira um húðina mina heldur en ég gerði og þá þarf ég að passa að brenna ekki. Ég ætlaði að reyna að vera alltaf máluð með farða sem er með sólavörn í en það entist mér ekki í tvo daga .. Svo var þetta rakakrem nýkomið í búðina og ég varð að fá það! Það er með 30 sólavörn en er samt ótrúlega létt, það er vel hægt að mála sig yfir það og það verður ekki klístrað. Sólavörn er svo oft rosalega klístruð í langan tíma en þetta krem er það ekki. 

Svo er það þessi rakamaski úr vítamín E línunni líka. Þegar ég nota hreinsimaska þá finnst mér húðinni vanta raka eftir á og venjulegt krem er ekki nóg. En það er hægt að nota maskann í tíu mínútur eða sofa með hann. Ég set hann yfirleitt á andlitið á kvöldin og sef svo með hann. 

Það er rosalega mikill raki í maskanum og mismunandi hvað fólk þarf að nota hann oft en ég hef verið að nota hann einu sinni til tvisvar í viku. 

Ég dýrka þessa línu og er spennt að prófa meira úr henni, svo eru umbúðirnar líka orðnar svo sætar! 


For this Sunday review I'm testing out a new day cream and a mask from Body shop. They are both from the Vitamin E line, so they give good moisture and get the skin balanced. 

 

The day cream has 30 spf and that is the reason I decided to get it! It is very liquid and smooth. It isn't sticky for a long period of time like sunscreens often are. I've been trying to be on the look out for burning and stopped using tan beds so it's important to use good sunscreen. And this is very comfortable because it's also a nice day cream! 

 

The mask is a moisture bomb, it gives you a lot of moisture and I use it when I have been using heavy masks that might dry out my skin. Then I put a thick  layer of the moisture mask and sleep with it and I can feel the moisture the day after! 

 

I recommend these two products and can't wait to try out more and it doesn't hurt that the packaging is so darn cute!