Sunnudags Umsögn - Ofra

B E V E R L Y  H I L L S 

 

Vöruna keypti ég sjálf.

 

Reglulega koma snyrtivörur sem gera snyrtivöruheiminn, bloggara og snappara alveg brjálaða! Þá meina ég á góðann hátt. Vörur sem er mikið talað um fá alltaf miklar væntingar en sömu snyrtivörurnar henta ekki öllum þannig þótt að margir uppáhalds bloggararnir þínir hafi fýlað sömu vörurnar þá þýðir það ekki að þú munir elska þær! 

 

En til að byrja þennan lið hérna aftur á blogginu eftir smá sumarfrí þá ákvað ég að tala um Ofra ljómapúðrið sem er að gera allt brjálaða! Hann er pigmentaður, í ódýrari kantinum og fjölnota. 

Það sem er svo mikil snilld við þetta ljómapúður er að það er margskipt sem þýðir að það er hægt að nota alla litina á marga vegu og það gefur vörunni meira notagildi. 

 

Ég nota aðallega gyllta litinn sem highlight, brons litinn á augnlokið eða highlight á dekkri húð. Bleiku litina sem augnskugga eða léttan highlight. Ljósasta litinn í pönnunni nota ég sem innri augnkróka highlight, ég er sjúk í hann þar. 

Hérna eru allir litirnir hver fyrir sig og svo allir blandaðir saman. 

Hérna eru allir litirnir hver fyrir sig og svo allir blandaðir saman. 

Hérna eru tvær myndir þar sem ég er með ljómapúðrið og ég er alveg vel háð þessu! Hann gefur mjög fallegan ljóma og hann er rosalega pigmentaður. Það þarf að setja mjög lítið á burstann og dúmpa vel af honum til að fá léttan ljóma og þótt maður gerir þetta allt þá kemur samt mjög mikið af honum. 

 

 

Það er eitt sem að ljómapúður gera er að þau ýkja alla áferð á húðinni sem stoppar mig reyndar ekki í að nota helling af ljómapúðrum. En ég er með milía korn í andlitinu og þá aðalega á þeim stöðum sem ljómapúðrið fer á og ef ég er mjög slæm þá get ég eiginlega ekki notað hann afþví hann er rosalega pigmentaður og þá sjást milía kornin svo vel. En ég reyni að láta það aldrei stoppa mig! 

 

Ef ykkur vantar eitt gott ljómapúður og viljið kannski ekki fjárfesta í mörgum þá finnst mér Beverly Hills algjör snilld afþví að hann er góður í mörgum aðstæðum, þetta er eins og mörg ljómapúður í einu púðri og alveg ótrúlega fallegur! 

 

Hann fær 9 af 10 mögulegum hjá mér og það sem ég tók til greina var

-Notagildi 

-Fegurð 

-Pigment 

-Mýkt á púðrunum 

-Litaval 

 

Þetta eina stig er bara því ég hefði viljað fá einn fallegann gylltan, alveg hreinan gylltan í staðinn fyrir einn bleika litinn. 

 

Fæst á fotia.is