Óskalisti frá UD!

Ó S K A L I S T I 

Eins og þið vitið flest þá er Urban Decay að koma til landsins!!! Já þetta á skilið 3 upphrópunarmerki, þetta eru svo geðveikar fréttir! Það er svo skemmtilegt að sjá hvað úrvalið er að verða gott hérna á Íslandi! Ég tók saman nokkrar vörur sem mig langar að prófa, það var mjög erfitt að skrifa ekki bara allt á listann en ég tók saman það helsta! 

Hérna eru nokkrar vörur frá Urban Decay sem mig langar að prófa! 

Ég hef heyrt ótrúlega góða hluti af förðunum þeirra. Langar rosalega að prófa einn af þeim ( eða bara alla .. ). Svo er það auðvitað hinn alræmdi naked skin hyljari sem ég verð að prófa! Já það er algjört möst, MÖST SEGI ÉG. 

Setting spreyjið frá Urban er líka vel þekkt og ég fékk venjulega spreyið að gjöf sem ég elska en mig langar líka í oil control spreyjið, maður á aldrei nóg af spreyjum. Svo hef ég heyrt sjúka hluti af þessari glimmer palettu og langar líka í staka moonshadows. Naked flushed palettan er líka sjúklega girnileg og sniðug. Svo eru það Vice varalitirnir en ég fékk einn að gjöf en langar að prófa fleiri liti! Formúlan er sjúk og pakkningarnar ennþá flottari. 

Þetta eru bara nokkrar af þeim vörum sem mig langar í, hvaða vörum eru þið spenntust fyrir frá Urban Decay? 

Fanney Veigarsdóttir