Sephora Óskalisti

Ó S K A L I S T I 

Þar sem það eru mjög margir að ferðast til útlanda, er ég mjög mikið spurð að uppáhalds vörunum mínum úr Sephora. Ég hef ekki farið þangað sjálf en geri reglulega óskalista og ákvað að deila þeim vörum sem mig langar mest í akkúrat núna. Hérna eru meira svona vörur sem eru möst haves að mínu mati en vörurnar á þessum lista eru nýjar. 

 

Eins og allir sem ég þekki þá er ég líka highlighter sjúk! Þessvegna eru svona margir highlighterar hér, þeir eru bara svo fallegir! Brow Definer hefur verið lengi á listanum hjá mér og ég verð að fara að næla mér í hann! Anastasia vörurnar fást líka hjá nola.is. Ég hef heyrt ótrúlega góða hluti af þessum Smashbox fljótandi varalitum og sé bara jákvæðar umsagnir þannig ég verð að prófa hann! 

 

 

Svo er ég farða og hyljara sjúk líka . . Já þetta er orðið að söfnunaráráttu! Þessir farðar líta allir ótrúlega vel út og eru líka ekki líkir, þannig ég gæti klárlega átt þá alla.. er það ekki??

Giorgio Armani farðinn er möst have held ég.. Þegar ég fer í loksins í Sephora þá mun ég kaupa þennan! 
Tarte Rainforest of the sea er léttari farði og vatnskenndari sem gerir hann fullkominn á sumrinn! 
Urban Decay Naked Skin er farði sem ég hef verið að sjá endalaust seinustu daga, en Kylie Jennar notaði hann til dæmis á snapchat um daginn! Lítur ótrúlega vel út. 
Makeup Forever Stift farðinn hefur líka fengið ótrúlega góða dóma. 

Svo eru þessir þrir hyljarar sem mig langar að prófa en Rebekka Einars hefur lofsamað Boi-ing hyljarann frá Benefit. Svo eru tveir nýjir frá Kat Von D og Too Faced, spennt að prófa þá! 
Svo Champagne Pop í fljótandi formi, þarf ég að segja meira? 

Hérna er smá óskalisti úr sephora og svo er líka fyrir ofan eru fleiri vörur.