Nyx Must have & Wishlist

Ó S K A L I S T I 

Eins og þið kannski einhver vitið þá er Nyx að koma í Hagkaup hérna á Íslandi! Mig langaði í tilefni að því að segja ykkur frá 5 uppáhalds vörunum mínum sem ég nota rosalega mikið og 5 vörum sem mig langar í! 

tt.png

Ég hef verið að nota vörur frá Nyx í langan tíma og það voru svona fyrstu snyrtivörurnar sem ég keypti mér. Þetta eru þær vörur sem ég nota hvað mest og teygji mig rosalega oft í þær! 

Ég taldi pigmentin bara sem einn hlut en þetta eru þau þrjú pigment sem ég nota mest.

Minks pigmentið er fallegasta pigment sem ég veit um! Er ástfangin af því og nota það fáránlega mikið og sérstaklega mikið á kúnna. Ég elska líka nude og white pearl en ekkert er eins og minks pigmentið! 

Fljótandi highlighterinn í litnum gleam er algjört æði og ég nota hann bæði yfir meik og í farðann sjálfann. 

Hd hyljarinn er mikið notaður hjá mér og áður en ég vissi að Nyx væri að koma í Hagkaup var ég geðveikt að spara hann.. en get núna notað hann að vild!

Eitt af uppáhalds glossunum mínum í litnum Praline. 

Farðastiftið í litnum Caramel, ég nota það oft til að skyggja og það gefur mjög fallegan, nátturulegan lit. 

rtr.png

Þá er það komið að óskalistanum, ég átti mjög erfitt með að velja bara fimm vörur en hérna eru þær! 

Wonder stick, mig hefur lengi langað að prófa þessa vöru og hún lúkkar bara svo sjúklega djúsí! 

Hyljarapalettan, en ég hef heyrt rosalega góða hluti af henni og mun pottþétt næla mér í hana.

Setting sprey með dewy finish er líka of girnilegt, ég er sjúk í setting sprey og hef heyrt mjög góða hluti af þessu spreyji. En það er líka til með mattri áferð, vona að þessi sprey komi til landsins! 

Svo er það skyggingarpalettan sem mig er búið að langa sjúklega lengi í! Nei sko sjúklega, það er hægt að taka pönnurnar úr þegar þær klárast sem er algjör snilld. Þessa palettu verð ég að eignast! 

Svo langar mig að bæta í glossa safnið mitt og þessir tveir litir kölluðu einstaklega mikið á mig. 

Þetta eru bara nokkrar af 1200 vörum sem eru að koma í sölu hjá Nyx, ég er ótrúlega spennt! 

Endilega addið mér á snapchat þar sem ég mun taka þátt í opnuninni hjá Nyx, þá getiði fylgst með því!