Ný síða!

L Í F I Р

Eftir að hafa verið ótrúlega mikið að vesenast í síðunni minni endalaust þá var ég eiginlega komin með smá uppí kok á því að standa í þessu ein. Það er þvílíkt erfitt að prógramma svona síðu þegar maður kann eiginlega ekki neitt! En svo var verið að kíkja yfir bloggið mitt þá var ég búin að rugla svo mikið í blogginu að það var byrjað að breytast að sjálfu sér! 

Þannig yndisleg vinkona bauðst til að hjálpa mér og hún og kærastinn hennar eru búin að hjálpa mér ótrúlega mikið og taka endalaust af spurningum frá mér. Þessvegna langaði mig að segja takk við Kassöndru og Gunnar fyrir þessa endalausu hjálp! 

Og bara láta ykkur vita að núna langar mig að byrja af fullum krafti! Ætla að reyna að pósta eins og ég get í desember og kem svo sterk inn í janúar! 

Hverjir eru líka spenntir fyrir youtube eftir áramót?? 

Eru ekki líka einhverjir spenntir fyrir youtube myndböndum eftir áramót?? 

Velkomin á nýju síðuna mína!