My Personal Planner #2

L Í F I Р

Núna er sá tími árs þar sem fólk byrjar að endurskipuleggja sig eftir sumarið og líta á farinn veg og það sem kemur framundan. Þennan sið byrjaði ég í fyrra og langar að halda áfram með næstu ár og þetta ár er ekki undanskilið! 

Skipulagsbækur eru algjör snilld, en það eru sjaldnast einhverjar bækur sem heilla mig hérna heima og þá er snilld að geta pantað af þessari síðu! Þetta er ótrúlega sniðug hugmynd inná personal-planner.com að geta hannað bók nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana og hún er ekki dýrari en venjuleg skipulags bók hérna heima! 

Ég ákvað í þetta skipti að hafa bókina ekki eins persónulega framan á og valdi bara að hafa marmaramynd sem er alltaf klassískt og ég persónulega elska. þetta er bara marmaramynd af google og svo nafnið mitt og bloggið. Svo velur maður allt sjálfur, bandið utan um og ég valdi að hafa það hvítt og stærðina  vildi ég hafa minni en seinast. Stærðin er 147x142 og er kölluð square á síðunni. Svo er plast framan á og aftan á svo að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hún verði sjúskuð. 

 

 

Ef þið viljið gera eins og ég gerði seinast þá mæli ég með því að setja myndirnar saman á síðu sem heitir picmonkey og uploada því svo á personal planner síðunni. 

Svo fyrst er svona upplýsingasíða, ég vildi hafa sætan texta á íslensku í þetta skiptið. Svo bara upplýsingar ef bókin týnist, heimilisfangið og símanúmerið blörraði ég út en ég er með það líka. 

Í seinustu bók var allt voðalega dúlló, bleikt inní sem var mjög flott en það bara var ekki ég. Þessvegna vildi ég núna hafa svart og efst stendur - Great things take time - Sem gæti ekki verið meira rétt! Ég vildi láta reitina snúa niður en ekki til hliðar og vildi hafa smá línuritað og smá tómt á hverjum degi. 

Dagatal yfir allan mánuðinn, fínt að geta sett hringi utan um mikilvæga daga. Svo valdi ég að hafa tómann reit til að teikna eða setja dúll í, þetta var mjög nytsamlegt í seinust bók. 

Svo er plastvasi í bókinni og það fylgdi með límmaðaspjald, ég veit ekki afhverju en það er hægt að kaupa allskonar límmíða sem er mjög skemmtilegt en þetta fylgdi bara með bókinni! Veit ekki hvort það geri alltaf eða hvað, man bara að það gerði það ekki seinast. 

Hérna er svo aftan á, þetta er sama marmaramyndin og quoteið var á myndinni. Mér finnst þetta bara fallegt og hvetjandi, verum þakklát á hverjum degi fyrir að fá að vera til. 

Að mínu mati skýrir ferlið sig mjög mikið sjálft á síðunni, þetta er eiginlega of auðvelt að til að vera satt. Bókin kostaði 26.9 evrur en ef þið viljið stærri bók eða með meiri fítusum þá kostar það auðvitað meira. Seinast kom bókinn inn um lúgu en núna þurfti ég að ná í hana á pósthúsið og borgaði um 1800kr til að leysa hana út. Þannig þetta er rétt undir 5000kr sem mér finnst ekki mikið miðað við að ég hanna alla bókina sjálf og ég mun eiga hana næsta árið. 

 

Það tók hana umþabil 6 daga að koma og ég bara gæti ekki verið ánægðari með hana! Ég mæli klárlega með þessu fyrir ykkur sem að viljið skipuleggja ykkur betur. Ég ætla að vera dugleg að skrifa í hana og langar líka að skrifa hugsanirnar mínar og hvað ég er að pæla á hverjum degi. Það gerir svo skemmtilegt að skoða hana eftir ár og sjá hvað hefur breyst. 

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þá á snapchat - fanneydorav - eða spyrjið hér í kommentum! 

Hérna er bókin síðan í fyrra ef þið viljið sjá muninn!