Iðunn box

Varan er fengin að gjöf en það hefur ekki áhrif á álit mitt.

Þær hjá Iðunn Box buðu mér að fá nóvember boxið og ég var þvílíkt spennt yfir því enda elska ég að fylgjast með myndböndunum á youtube þar sem fólk er að fá svona kassa og opna. 

Þetta er svo mikið eins og að fá gjöf frá þér til þín.. okey ég veit að það er pínu fyndið en þetta er samt bara svo fallegt! 

Þetta er líka engar grín umbúðir, bara svo ótrúlega flott og skemmtileg vinkonugjöf líka. 

Hérna eru öll merkin sem eru í kassanum að þessu sinni en það er mismunandi eftir hverjum mánuði fyrir sig. 

Þetta var í nóvember kassanum og það sem ég var svona spenntust fyrir eru Paula's choice vörurnar en ég hef heyrt ótrúlega góða hluti og alltaf langað að prófa! En oft getur verið yfirþyrmandi að vita hverju maður á að byrja á, þá er snilld að vera með svona prufur sem eru samt stórar þannig maður getur prófað vöruna vel og ákveðið sig svo. 

Ég var líka mjög spennt fyrir þessu naglalakki en ég elska 0PI naglalökk og þessi litur er sjúkur! Svo vantar manni alltaf fleiri bursta er það ekki?? 

Glov er nýtt merki sem ég hef ekki heyrt um og mér finnst það geðveikt við svona kassa að maður er alltaf að kynnast einhverju nýju! 

Ég er ótrúlega spennt fyrir desember boxinu og held að það verði líka snilldar jólagjöf fyrir þau sem að eiga allt! 

Til að panta! 

idunnbox.is