Grískt Jógúrt!

Ég á oft mjög erfitt með að finna mér eitthvað gott í hádegismat sem að er samt í hollari kantinum. 

Til að standast freistinguna að fara ekki og kaupa sér einhvern skyndibita þá á ég alltaf grískt jógúrt í ísskápnum. 

 

Hráefni

Grískt jógúrt
Hunang
Músli og kókos
Chia fræ 
Jarðaber
Hindber
Múslí 

 

Mér finnst jógúrtin ekki nógu góð ein og sér og set því smá hunang eða steviu í og blanda því vel saman. Svo koma chia fræin og leyfi ég þeim að vera smá í meðan að ég sker ávextina. Múslí og kókosflögur ofan í og svo ávextirnir! Gerist ekki auðveldara sem er mjög fínt og alveg ótrúlega mettandi. 

1000w.jpg

 

Þetta er líka fínt að hafa með sér í vinnu sem millimál, þá er hægt að setja hráefnin í ziplock poka og kippa með sér banana og þá er ekkert vesen að skella því í skál. Þetta er líka svo mikil snilld því það er hægt að bæta endalaust í eða breyta! 

 

Fanney Dóra Veigarsdóttir