Copy of Chilli túnfisksalat og Ostaklattar!

L Í F I Р

Mig langaði að deila með ykkur einni ótrúlega vinsælli færslu hjá mér. Sýna ykkur hana aftur og þá geta fleiri nýtt sér hana! 

--------------------------------------------

 Chilli túnfisksalat og ostaklattar. Ég er alveg háð þessu túnfisksalati og það sem ég elska við Carbnite er að maður er ekki bara að borða hefðbundin mat heldur líka allskonar af því sem er gott. 

 

 

Chilli túnfisksalat 

Hráefni; 

3 Egg 

1 Dós af chilli túnfisk 

1 Dós af venjulegum túnfisk 

3 msk af mæjónesi

 

Aðferð; 

Brytja niður 3 egg, losa olíuna af túnfisknum og bæta útí eggin. Setja svo mæjónesi ofan á, svo er hægt að bæta við smá sítronudropum að vild. Hræra allt saman og þá ertu komin með túnfisksalat! 

Ostaklattar 

Hráefni; 

3 Egg

100 gr Rjómaostur 

100 gr Rifinn Ostur 

Krydd að vild, td pitsa krydd eða indversk krydd 

1 1/2 tsk Lyftiduft 

2 msk Husk 

 

Aðferð ; 

Egg þeytt vel saman og restinni bætt saman við, passa að þeyta vel. Látið standa í smá stund til að það þykkni. Sett með skeið á bökunarpappír og í ofn 180° í 12-15 mín. 

Þá ertu komin með dýrindisnasl sem er líka sniðugt að bjóða uppá í veislum! 

------------------------------------------

Hovering finnst ykkur að fá að sjá svona gamlar færslur ? 
Endurlífgaðar svo þær gleymist ekki alveg!