Chilli túnfisksalat og Ostaklattar!

M A T A R H O R N  M Æ Ð G N A N N A

Fyrir jól fóru ég og mamma mín á námskeið hjá Sibbu og Edda Arndal sem snérist um Carbnite mataræði. Ég fór til þess eins að styðja mömmu og ætlaði sko alls ekki að byrja sjálf á þessu mataræði! Það voru held ég ekki liðnar 10 mínutur þegar ég var byrjuð að glósa allt upp eftir þeim! Ég varð klárlega ástfangin af öllu sem þau sögðu og eftir að hafa prófað margt til að ná stjórn á mataræðinu þá ákvað ég að gefa þessu séns. 

Fyrst þegar ég byrjaði í þessu þá endaði ég voðalega mikið á borða mjög einhæft og fékk fljótt leið. Svo þegar ég flutti heim eftir jól þá tóku við mamma þá ákvörðun að prófa þetta aftur og gera þetta alveg 100%. Mamma mín er ótrúlega dugleg að finna upp á allskonar uppskriftum og er það mikið henni að þakka að ég er núna búin að missa 10 kíló og líður miklu betur í líkamanum! Þegar ég tek pásu af Carbnite þá líður mér bara hörmulega og fýla þetta mataræði alveg í tætlur! 

Ég reyndi að vera mjög dugleg að setja nestið mitt á snapchat og það var þvílikt mikið screenshotað en svo hverfur það bara og þegar ég var í skólanum þá þurfti ég að nesta mig fyrir fimm máltíðir á dag. En ekki einu sinni fékk ég leið eða langaði að svindla ég var alltaf að borða einhvað sem mér fannst gott! Þessvegna datt mér í hug að það væri sniðugt að deila reglulega uppskriftum með ykkur sem mamma finnur uppá, það gæti hjálpað ykkur að koma ykkur af stað ef ykkur langar að prófa Carbnite. 

Fyrsta sem mig langaði að segja ykkur frá er chilli túnfisksalat og ostaklattar. Ég er alveg háð þessu túnfisksalati og það sem ég elska við Carbnite er að maður er ekki bara að borða hefðbundin mat heldur líka allskonar af því sem er gott. 

 

 

Chilli túnfisksalat 

Hráefni; 

3 Egg 

1 Dós af chilli túnfisk 

1 Dós af venjulegum túnfisk 

3 msk af mæjónesi

 

Aðferð; 

Brytja niður 3 egg, losa olíuna af túnfisknum og bæta útí eggin. Setja svo mæjónesi ofan á, svo er hægt að bæta við smá sítronudropum að vild. Hræra allt saman og þá ertu komin með túnfisksalat! 

Ostaklattar 

Hráefni; 

3 Egg

100 gr Rjómaostur 

100 gr Rifinn Ostur 

Krydd að vild, td pitsa krydd eða indversk krydd 

1 1/2 tsk Lyftiduft 

2 msk Husk 

 

Aðferð ; 

Egg þeytt vel saman og restinni bætt saman við, passa að þeyta vel. Látið standa í smá stund til að það þykkni. Sett með skeið á bökunarpappír og í ofn 180° í 12-15 mín. 

Þá ertu komin með dýrindisnasl sem er líka sniðugt að bjóða uppá í veislum! 

Ekki gleyma að fylgjast vel með því að það munu koma fleiri girnilegar uppskriftir!