Allt um hringljósið!

L Í F I Р

 

 

Ég fæ rosalega mikið af spurningum um hringljósið mitt og ég ákvað að svara þeim öllum hér og þá er alltaf hægt að nálgast þær! 

 

Mig hafði langað ótrúlega lengi í hringljós og var að reyna að safna mér fyrir því en það gekk ekkert rosalega vel. Svo þegar ég útskrifaðist úr Reykjavik Makeup School þá gáfu yndislega fjölskyldan mín mér pening uppí ljósið og þá gat ég bara borgað tollinn og þá átti ég hringljós! Er ótrúlega þakklát fyrir þau, ég hefði öruglega aldrei týmt að eyða þessum pening sjálf og það var geðveikt gaman að fá þetta frá þeim! 

 

Við pöntuðum tvær saman sitthvort ljósið en það gerði tollinn ekki minni eða neitt, þannig ef þú ert að panta þá þarftu ekki að stressa þig að finna einhvern með þér! 

- Hvaða týpu fékkst þú þér? 

 

Hérna er ljósið  sem ég keypti en þetta er 18 tommu hringljós með dimmer og stand fyrir síma. Það fylgdi líka lítill spegill sem ég nota reyndar ekki og líka mjög vegleg taska sem hægt er að pakka ljósinu í ef maður þarf að ferðast með það. Það var bæði glært gler og appelsínugult gler, líka eitt sett af auka perum. 

 

- Í hvað notarðu ljósið ?

Ég nota ljósið í mjög margt, þegar ég er að farða finnst mér skemmtilegt að bjóða uppá að fólk geti tekið mynd af sér. Fyrir mér skiptir það miklu því maður er kannski að borga slatta fyrir förðun og manni langar að ná góðri mynd. Ég nota ljósið þegar ég geri lúkk á snapchat og útaf ljósinu get ég gert lúkk hvenær sem er og sérstaklega í vetur þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af lýsingunni. Svo líka til að taka vörumyndir fyrir instagram og hérna fyrir bloggið, oft get ég ekki bloggað á veturnar því ég er komin seint heim úr vinnunni og þá næ ég ekki góðum myndum útaf myrkrinu. 

 

- Finnst þér hringljós vera must have? 

Nei alls ekki, að mínu mati ef þú ert ekki að taka upp myndbönd, með vefsíðu eða snapchat þá finnst mér þetta alls ekki vera must have. En það er gaman að eiga það en ég persónulega myndi ekki týma því ef ég sæi ekki fram á að ég myndi nota það mikið. Ég nota mitt fáránlega mikið og ef þú sérð fram á að gera það líka þá mæli ég klárlega með! 

 

- Hvað kostaði ljósið + tollur ? 

Fyrir ljósið mitt bara ( pantaði tvö en tek bara eitt hér inni ) Þá var það 40.135 kr fyrir ljósið og sendingu hingað heim. Svo var tollurinn 16.950 kr, ljósið var aðeins dýrara en við bjuggumst við en við hringdum niðrí toll og spurðum afhverju hann væri svona hár þá fengum við þau svör að tollurinn flakkaði mjög á milli. Þannig þetta tollverð er ekki 100% og getur breyst en þið getið held ég alltaf reiknað með að það muni kosta í kringum 50.000 kr. 

 

- Hvað var það lengi að koma?

Sirka þrjár vikur að koma til landsins og var yfir helgi í tollinum! 

 

Ef þið hafið fleiri spurningar um ljósið þá getiði endilega spurt hér í kommentum og ég bæti þeim við hérna!