Að koma sér í rútínu!

L Í F I Р

 

Núna þegar flest allir eru búnir í sumarfríi og skólarnir byrjaðir þá datt mér í hug að fleiri væru í sömu vandamálum og ég með að komast aftur í rútinu. Mig langaði að koma með nokkrar hugmyndir af leiðum til að komast aftur í rútínu hvort sem það sé í skóla eða vinnu.

( Væri nú alveg til að vera í sumarfríi lengur en byrjum þetta ) 

 

- Með skólann, það hjálpaði mér að mæta fyrsta daginn og alla vikunna strax í fyrsta tíma. Leyfa mér ekki að skrópa eða neitt og þá er mun erfiðara að gera það eftir það. Þvílik klysja en að fara fyrr að sofa og snúa sólahringnum við hjálpar ótrúlega mikið. 

- Að finna einhvað jákvætt við hvern einasta dag, ég var ekkert mjög jákvæð þegar ég byrjaði aftur í vinnunni en á fyrsta degi þá komu krakkarnir svo ánægð til mín og hlökkuðu til að sjá mig. Hversu mikið meira getur maður beðið um?? Þannig fann ég einhvað jákvætt í hverjum degi, þau hlakka til þegar ég mæti og finnst leiðinlegt ef ég mæti ekki og þannig hjálpar það mér að mæta! Ef þú ert í skóla getur þú notað þetta og hugsað svipað, reynt að finna einhvað jákvætt við hvern dag. Til dæmis það að fá að eyða dögunum með vinum sínum, komast nær markmiðum og fleira. 

- Markmiðasetning er mjög mikilvæg og hjálpar mér mjög mikið. Yfirleitt er ég með 3 markmið, langtíma markmið, styttra markmið og svo dagsmarkmið. 

Til dæmis núna er langtímamarkmiðið mitt tattú þegar ég næ ákveðinni kílóatölu! 

Styttra markmiðið er að komast aftur í ræktarrútínu og byrja aftur í Carb Nite! 

Dagsmarkmiðið er það að finna alltaf einhvað jákvætt í hverjum degi. 

 

- Til að byrja aftur í ræktinni sem er mjög erfitt fyrir mig persónulega þá hjálpar mjög mikið að finna sér ræktarfélaga og fara í skipulagða tíma. Það hjálpar að vera búin að skuldbinda sig einhverjum eða búin að bóka pláss í tímanum þá er ólíklegra að maður beili. 

dgfgfg.png

- Skipuleggja sig ótrúlega vel, hingað til hefur það hjálpað mér að eiga skipulagsbók og ég elska þær frá My Personal Planner og hér er meira um þær. Að skrifa hlutina niður einfaldar svo mikið að koma öllu úr hausnum á sér niður á blað og skipulagning hefur aldrei skaðað neinn! 

- Njóta sem oftast, þegar það er aukatími ekki eyða honum í rugl hluti! Nota tímann í að gera einhvað sem að gefur af sér, lesa bók, skipuleggja vikuna, hreyfa sig, eyða tíma með fjölskyldunni. 

 

Hérna eru nokkrar leiðir til að komast aftur í rútínu, endilega látið mig vita ef þetta hjálpar ykkur og ég mun gera ennþá fleiri ráð!