Sunnudags Umsögn - Loreal

C L A Y  M A S K AR 

 

Vörurnar eru fengnar að gjöf en það hefur engin áhrif á skoðun mína. 

 

Jæja þá er komið sunnudags umsögn um þessa skemmtilegu maska! Það fór öruglega ekki framhjá neinum þegar Loreal maskarnir komu til landsins. Auðvitað ekki, leiramaskar á ódýru verði! Skil vel að fólk hafi ekki látið það framhjá sér fara. Svo eru margir af stóru youtuberunum búnir að tala um þessa maska, þeir seldust upp á einum degi í London!

Mér og öðrum bloggurum landsins var boðið að koma að sjá maskana live og prófa þá og sjá nýtt ,,trend'' að multimaska! En hugmyndin er sú að nota ekki bara einn maska á allt andlitið heldur þjóna þörfum andlitsins þar sem húðin er ekki alveg eins allstaðar og þarf ekki það sama á öllum stöðum. 

Maskarnir eru þrír en við fengum öll svarta maskann og svo gátum við valið annað hvort rauðann eða grænann. 

 

Svarti maskinn er til að hreinsa andlitið, svitaholurnar og draga óhreinindi úr húðinni. 

Fyrsta sinn sem ég notaði hann kom mér mjög á óvart hversu margar svitaholur ég væri með! Ég vissi að það væri slatti en ekki svona mikið! Svo fann ég skipti eftir skipti að þær voru færri og húðin var betur hreinsuð eftir hvert skipti. Ég tók sérstaklega eftir því á nefinu en það voru strax færri eftir fyrsta skiptið. 

Þennan maska þarf bara að vera með á 10 mínútur. 

Svo er það rauði leirmaskinn en hann er til að skrúbba húðina létt, þéttir svitaholur, dregur ur roða og jafnar út húðlitinn. 

Fyrst þegar ég notaði þennan fannst mér hann ekki beint gera neitt en það var ekki svona svakalegur munur eins og með svarta. En ég held að með að nota þá báða sitt á hvað hafa þeir unnið saman með að minnka svitaholurnar. 

 

Þennan maska þarf líka bara að hafa í 10 mínútur. 

Hérna er ég að multimaska, en ég nota svarta maskann aðalega á T svæðið og rauða á kinnarnar og hökuna. Svo finnst mér fínt inná milli að nota rauða maskann á allt andlitið til að skrúbba dauða húð og fleira þannig. 

Ég mæli klárlega með þessum möskum, er búin að koma mörgum vinkonum mínum á þá og bara dýrka þá! Þetta eru mínir mest notuðu akkúrat núna og þeir eru líka svo ódýrir. Held þeir séu um 2000 kr +-. 

Mest mæli ég með svarta en finnst rauði algjört æði líka! 

Takk fyrir mig Loreal!

Hver er ykkar uppáhalds af þeim þrem?