Kveðjum 2016 og heilsum 2017

L Í F I Р

Núna er komið að því að gera árið upp, ég gerði það sama í fyrra og finnst mjög þæginlegt að líta til baka og vera spennt fyrir nýju ári. Árið 2016 var einhvað allt annað, byrjaði ílla og ég skal vera fyrst til að viðurkenna það að ég hélt að þetta yrði annað ömurlegt ár þar sem að 2015 var eitt erfiðasta ár ævi minnar. 

En það sem ég hélt að yrði ömurlegt ár reyndist vera mitt besta ár hingað til. Ég lét alla draumana mína rætast og t.d. fór í Reykjavik Makeup school sem var besta ákvörðun sem ég hef tekið. Aldrei verið jafn hamingjusöm á einum stað, stelpurnar sem ég kynntist og Sara&Silla gerðu þessa reynslu einstaka. Allt sem að gerðist í ár byrjaði þar og hvað ég var heppin að finna mig þar en hafði verið rosalega týnd lengi. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það að hafa drifið mig í skólann og bara verið í honum 100%. Segi það ekki þetta voru langir dagar en það gerðist einhvað og ég fór aftur að fá áhuga á líkamsrækt sem hefur hjálpað mér rosalega mikið með andlegu hliðina í ár. 

Eignaðist margar af mínum bestu vinkonum í dag úr skólanum og ég gæti ekki verið þakklátari. 

Eignaðist margar af mínum bestu vinkonum í dag úr skólanum og ég gæti ekki verið þakklátari. 

Þessar tvær eru bara þvílíkar fyrirmyndir, er svo heppin að hafa kynnst þeim! 

Þessar tvær eru bara þvílíkar fyrirmyndir, er svo heppin að hafa kynnst þeim! 

Á þessu ári fór ég á fullt í líkamsrækt, það er eitt af markmiðum mínum 2017 að halda því áfram. Ég geri það mest fyrir andlegu hliðina, ég fann að kvíðinn minn hefur aldrei verið jafn lítill og þunglyndið lítið sem ekkert látið á sér bæra. 

Að léttast er svo bara plús en ég finn ótrúlegan mun á mér eftir að ég byrjaði að sinna mér og leyfði mér að viðurkenna að ég væri kvíðin og það væri bara alltílagi. 

Kynntist ótrúlega mikið af nýju fólki sem spilar stór hlutverk í lífi mínu í dag. 

Kynntist ótrúlega mikið af nýju fólki sem spilar stór hlutverk í lífi mínu í dag. 

Leyfði mér að kynnast nýju fólki og það besta er að ég ræktaði samböndin við gamla vini líka. Ég á erfitt með að halda sambandi og þegar ég átti sem erfiðast áttaði ég mig á því hversu mikilvægt það er að halda sambandi við fólkið í kringum okkur. 

Þessar tvær komu mér í gegnum ótrúlega brotið tímabil og voru svo með mér þegar ég losnaði úr því, er óendanlega þakklát þeim. 

Þessar tvær komu mér í gegnum ótrúlega brotið tímabil og voru svo með mér þegar ég losnaði úr því, er óendanlega þakklát þeim. 

IMG_5362.jpg

Ferðaðist! Hafði loksins tíma og vilja til að gera bara allt sem mig langaði þótt ég þyrfti mögulega að komast þangað ein. Stæðsta upplifunin í ár var að það er bara alltílagi að gera suma hluti ein, þú ert ekki verri fyrir vikið, ef einhvað ertu sterkari. 

Fór í ótrúlega skemmtilegt ferðalag með fjölskyldunni. 

Fór í ótrúlega skemmtilegt ferðalag með fjölskyldunni. 

Komumst held ég allar að því hversu mikilvægt það er að fara bara saman og gera ekki neitt. 

Komumst held ég allar að því hversu mikilvægt það er að fara bara saman og gera ekki neitt. 

Mikilvægasta ákvörðun sem ég tók var að gera bara allt sem mig langaði og njóta. einhvað sem ég hef ekki gert lengi og læra líka af fólki í kringum mig 

Fór á marga ótrúlega skemmtilega viðburði með skemmtilegum fyrirtækjum. 

Fór á marga ótrúlega skemmtilega viðburði með skemmtilegum fyrirtækjum. 

Gerði líka margt sem ég mig langaði að gera en hafði aldrei þorað að gera og eignaðist þar af leiðandi nýtt lífsmottó. 

Ef að það sem þig langar að gera drepur þig ekki þá verðurðu gera það, kvíði er ekki nógu góð ástæða til að stoppa þig.

Ég kveð 2016 með smá söknuð, ég gerði svo margt, kynntist svo mörgum og fékk að vinna með svo mörgu mögnuðu fólki. Auðvitað tek ég samt 2017 fagnandi og það er svo margt spennandi að fara að gerast á nýju ári. Ég er með mörg markmið en þau munu öll koma í ljós og takk ótrúlega mikið fyrir þetta ár. Ég er svo þakklát ykkur sem lesa og viljið taka þátt í þessu ævintýri með mér, takk fyrir og 2017 verður annað ár sem verður okkar ár!