Burstaþrif

S N Y R T I V Ö R U R
Vörurnar eru fengnar að gjöf en það hefur ekki áhrif á skoðun mína á vörunni. 

Þegar ég byrjaði að blogga og eignaðist mína fyrstu bursta þá fór ég að reyna að komast að því hvernig ég ætti að þrífa þá. Þá fann ég að aðal málið væri að blanda saman uppþvottalög og olíu.. Já það var ekki alveg málið og endaði á því að eyðileggja bursta hjá mér. Núna vitandi betur langaði mig að deila nýju uppáhaldi með ykkur. 

Blvd. bursta sápa/næring 

Þessi sápa stóðst klárlega mínar væntingar, ég var búin að heyra svo margt gott og var spennt að prófa. Það eru nokkrir hluti sem ég fýlaði við hana

1. Það er fáránlega góð lykt, ég valdi lavander lykt en þær eru til nokkrar. 
2. Svo fljótt í notkun, sápan er mjúk og myndar ekki filmu í kringum hárin á burstunum. 
3. Í lokinu er smá rifflað þannig það er hægt að nota það til að þrífa burstann sem að gerir þessa sápu mjög sniðuga í ferðalög. 
4. Hárin eru mýkri en eftir t.d. uppþvottalögur ( að mínu mati ) og mjög fljót að þorna. 
5. Nær snögglega öllu úr burstunum. 

Hérna eru burstar frá merkinu Jessup, vel notaðir og líka í skæra liti sem eiga oft til að festast í hvítum hárum. 

Hérna eru þeir hreinir og þetta tók ekki meira en 5 mínútur.. já ég get ekki sagt annað en að ég sé rosalega hrifin af sápunni. Þetta er svona vara sem ég myndi vilja eignast aftur þegar hún er búin. Eina sem ég var hrædd um að það myndi klárast svolítið af henni fljótt ef að hún væri stanslaust í bleyti meðan ég væri að þvo burstana. En það gerðist ekki heldur, það fór miklu minna af sápunni en ég hélt í þvottinn og ég var að þvo yfir 100 bursta. 

Hérna eru andlitsburstarnir en þeir eru ótrúlega mjúkir og góðir, mæli klárlega með þessum settum! 

Mig langaði líka að nýta tækifærið og segja ykkur frá Jessup burstunum en ég fékk eitt sett að gjöf og já mig langar í öll! Þeir eru á fáránlegu verði og eru bara ótrúlega góðir, mjúkir, fjölhæfir og bara frábærir burstar. Þegar ég sá verðið hélt að þetta væri grín, mæli klárlega með þeim fyrir ykkur sem eiga fáa bursta eða viljið bara eiga marga! 

Hérna eru augnburstarnir en það sem mér finnst líka geðveikt við þessi sett er að það eru allskyns burstar úr allskyns hárum. Maður fær mjög mikið það besta af öllu. 

Hérna er settið sem ég fékk -> shine.is
Og vá hvað mig langar í mörg! 

Hérna er sápan -> shine.is

Takk fyrir shine.is fyrir að leyfa mér að prófa þessar vörur er ótrúlega spennt að prófa fleiri frá þessum merkjum! 

Hvaða bursta setti eru þið spenntust fyrir ?