Best of 2016

S N Y R T I V Ö R U R
stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf. 

Jæja þá er komið að því.. Mínar mest notuðu snyrtivörur 2016! Þetta eru þær vörur sem ég notaði mest yfir árið og mig langar að segja ykkur smá frá þeim. Þetta var samt ótrúlega erfitt val því það var rosalega margt sem ég fýlaði í ár, núna reyndi ég að setja bara 1-2 vörur í hvern flokk en samt hefði ég getað sett alveg 5 vörur minnst í hvern flokk! 

Byrjum á andlitsvörunum, þetta var rosalega erfitt val þar sem ég prófaði margar nýjar vörur og var hrifin af rosalega mörgum af þeim! 

Vörur fyrir húðina 

1-3. Primerar, ég varð að fá að velja þrjá! Enda eru þeir allir með sitthvort hlutverkið. 

1. Smashbox photo finish, ég nota hann mjög mikið á kúnna og mig líka. Þetta er hinn klassíski sílikon primer sem fyllir vel uppí svitaholur og hentar flestum húðgerðum. 

2. *Baby Skin apricot primerinn, ég ákvað að hafa hann frekar heldur en bláa þótt ég fýli hann líka bara þar sem hann er mjög líkur smashbox primernum. Apricot primerinn gefur raka og leiðréttir aðeins húðlitinn og gefur fallega áferð. 

3. Smoothing primer frá Makeup Store, ég nota hann þegar mér er rosalega heitt í húðinni og á kúnna sem eru mjög olíumiklir. Hann er púður primer og gefur fallega áferð undir farða

4. Sculpt Excellence frá Makeup Store, þetta er farðinn sem ég notaði mest í ár þegar ég var að fara fínt. Hann er með fulla þekju og ótrulega fallega áferð, notaði hann mjög mikið í sumar og mæli klárlega með honum. 

5. *Fit Me matte and poreless, þessum farða kynntist ég í sumar og ég varð strax ástfangin. Ótrúlega þæginlegt að vinna með hann, gott litaúrval, falleg áferð. Hann hentar bara svo ótrúlega mörgum og er líka á svo góðu verði. 

6. Það var eiginlega bara einn hyljari sem kom til greina og það er uppáhalds hyljarinn minn *Fit Me frá Maybelline. Hann fer ekki í línur þekur vel og er ekki of þurr, get ekki lýst því en enginn hyljari hefur náð að verða jafn mikið notaður og þessi!

7. Ég litaleiðrétti aðeins í það notaði ég mest easy cover all mix frá Makeup Store. Sérstaklega eins og í sumar þegar ég fékk roða í kinnarnar/nefið þá notaði ég mest gula litinn í palettunni.

8. *Mac stick hyljari, þennan notaði ég aðalega í að litaleiðrétta undir augunum þar sem hann fer ekki í línur og birtir vel til undir augunum.

9. Rcma no color powder, búin að nota þetta stanslaust síðan ég keypti það. Það er bara svo flauelsmjúkt og fer ótrúlega vel undir augun og á alla húðina.

10. Wonder powder frá Makeup Store er svona vara sem ég veit ekki alveg hvað gerði en samt var ég alltaf að teygja mig í hana. Gefur fallega áferð á húðinni og er svo létt að það er ótrúlega fallegt á húðinni.

11. Mac, Give me sun.. Já ég er ein af þeim, fyrst hataði ég hann en svo þegar ég fór að vinna mig í vöruna þá fannst mér hún geðveik! Gefur sólkyssta áferð og nota þennan bronzer rosalega mikið.

12. Hoola bronzerinn, ég fékk litla útgáfu af honum í gjöf og hef notað hann rosalega mikið og ég verð að kaupa mér stóra útgáfu af honum.
Gerir svo fallega skyggingu og líka hægt að nota sem augnskugga.

13. Mest notaði kinnaliturinn er án efa Coralito frá Makeup Store, við fengum hann í skólanum og ég notaði hann ótrúlega mikið. Svo komst ég að því að hann er hættur í sölu en ég fékk annan sem er ótrúlega svipaður sem mig langar að mæla með sem heitir *Sea Shell.

14. Já ég gleymdi að setja atriði númer 14 .. ekki dæma.

15. Uppáhalds highlighterinn minn er frá Inglot *nr 01. Fram að ég fann þennan highlighter var ég búin að minnka það mjög mikið að nota highlight því ég er með svo mikla áferð á kinnunum og fannst það bara draga hana fram. En mögulega vegna þess hann er laust púður þá kannski gerist það ekki, ég allaveganna tek ekki jafn mikið eftir því svo er liturinn bara svo fallegur.

Vörur fyrir augun

1. Í augabrúnirnar hef ég notað mest *brow pomade í litnum brunette frá Makeup Store. Formúlan og liturinn hefur gert það að þetta er algjör möst vara hjá mér og mæli mikið með henni. 

2. Augabrúnagelið er samt það sem ég get ekki lifað án og er búin að fara í gegnum tvær túpur. Þetta er *brow fix frá makeupstore, það skilur augabrúnirnar svo vel og er 99% viss um að þetta séu töfrar. 

3. L.a. Girl - pro conceal, þennan hyljara notaði ég lang mest sem primer á augun og til að skerpa. 

4. Uppáhalds ,,túss'' linerinn minn er frá *Jesse's girl og hann er svo þæginlegur í notkun og það er bara einhvað við hann sem ég fýla ótrúlega vel. 

5. Verð samt að gefa gel linernum frá inglot nr 77 smá ást, ég nota hann í allar farðanir og oft á mig líka, besti gel liner sem ég hef prófað. 

6. Það voru margir maskarar sem ég notaði í ár og fýlaði en sá sem stóð uppúr er nýji *Lash Sensational. Það er einhvað við formúluna, hann harnar ekki þannig það er svo þæginlegt að nota hann og hann lyftir augnhárunum líka og er mjög léttur. 

7. Lang mest notaða palettan mín í ár var Holy Grail frá Violet Voss. Allir mínir uppáhalds litir í einni palettu. Ótrúlega góðir augnskuggar með þeim betri sem ég hef prófað. Er strax komin í pönnu á nokkrum augnskuggunum. 

8. Varð að minnast líka á staka augnskugga sem ég notaði mikið og það eru *What a Spice aungskuggarnar frá Inglot. Fullkomnir fyrir haustið og blandast ótrúlega vel. 

9. Þau augnhár sem ég notaði mest í sumar eru Misha frá Koko lashes, þau eru létt og alveg ótrúlega fín á augunum. 

10. Svo þegar ég lít til baka á veturinn notaði ég augnhárin *Reykjavík frá Tanja Ýr cosmetics. 

Allskonar í bland 

1. Mitt mest notaða setting sprey var Oil control spreyið frá Skindinavia. Það er bókstaflega lím í flösku, já ég er ekki einu sinni að grínast. Nota þetta á alla kúnna og mig sjálfa þegar eg þarf að vera máluð í langan tíma. 

2. Uppáhalds rakaspreyið mitt er samt Fix+ frá Mac. Það gefur húðinni fallegan ljóma og raka, nota hann á meðan ég farða mig og líka alveg í endan. 

3. Nýr bronzer í safnið sem mig langar að minnast aðeins á er *Butter bronzer frá Physiscians formula. Give me sun er oft of dökkur fyrir marga og mér finnst þessi bronzer fullkominn fyrir ykkur sem eru fölari. Ég nota hann sem svona bronzer topper því mér finnst hann gefa svo fallegann ljóma. 

4. Luminoso frá Milani verður að vera á þessum lista. Mest go to kinnalitur fyrir allar húðliti og gefur svo ótrúlega fallegan ljóma. 

5. Ég var aldrei alveg að tengja við *Strobe krem æðið en svo prófaði ég Strobe krem sem er með smá peach lit. Finnst það gefa húðinni minni svo falleg ljóma og finnst ferskjuliturinn gera svo mikið. 

6. Uppáhalds krem highlighterinn minn var klárlega *Maybelline strobing stiftið, nota þau rosalega mikið og líka á líkamann. Tveir ótrúlega fallegir litir, ég nota gyllta aðeins meira en teygji mig líka í bleika. 

7. Mitt besta og eina límið sem ég nota, já ég veit ég þarf að gefa öðrum límum séns. En þetta er eina límið sem ég veit að virkar 100% og ég þarf ekki stanslaust að vera með lím á mér þegar ég nota þetta. *House of lashes hvíta límið er í uppáhaldi hjá mér árið 2016. 

8. *Blotting powder, ég fór í gegnum tvær svona .. já ég trúi þessu ekki alveg sjálf. Vissi ekki að þetta væri hægt! Þetta er bara svo mjúkt og fullkomið, teygji mig rosalega mikið í þetta og þarf klárlega að kaupa mér nýtt. 

9. Inglot pigmentin, þetta eru ótrúlega falleg pigment á góðu verði þannig mér fannst ég ekki getað sleppt þeim á listanum. Þegar ég var að vinna í inglot fóru svo mörg fleiri pigment á óskalistann og ég verð að mæla með þeim. 

Ég veit að þetta er ótrúlega langur listi en hann hafði getað verið miklu lengri. 2016 var klárlega árið fyrir snyrtivörur enda komu svo margar nýjungar á markaðinn þannig þið fyrirgefið mér eina langa færslu.. Ég er enn spenntari fyrir nýjungunum árið 2017 og spennt að deila þeim með ykkur! 

Screen Shot 2016-12-10 at 10.46.59.png