Gleðileg Jól

L Í F I Р

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár! 

Ég vona að þið hafið öll átt frábæran aðfangadag og bara ótrúlega góða daga. Ég ætlaði allan desember að skrifa um kvíða í desember en einhvernvegin fór alltaf framhjá því. Átti erfitt með að koma því frá mér, fannst asnalegt að vera kvíðin á bestu tímum ársins. En svo sá ég tweet hjá stelpu sem heitir Marína, þar minnti hún okkur öll á að tilfinningarnar okkar verða ekki minni á svona tímum. Að við meigum hafa allskyns tilfinningar þótt það séu jól, ég var alltaf viss um að núna þyrfti ég að vera glöð þótt ég væri það kannski ekki. Mig langaði að segja ykkur öllum frá þessu tweeti, ég þekki það að eiga að vera glöð, en kannski ekki vilja það alltaf. Ef þið eigið erfitt að gefa ykkur leyfi með að líða einhvernvegin hvort sem það er að vera glöð eða leið þá getiði sagt ykkur það að ég gefi ykkur leyfi til þess. 

En fyrir ykkur sem eiga erfitt með þessa hátíð, munið að þetta getur líka verið besti tíminn til að vera leið. Fólk skilur meira, gefur meira af sér, það eru góðverk allstaðar og á þessum tíma er hægt að sjá það besta í öllum. 

Ég var rosalega upptekin af því að jólin væru ekki í uppáhaldi hjá mér, þangað til ég sá þetta tweet. Áttaði mig á því að ég elskaði jólin það hefði bara alltaf verið erfitt fyrir mig að loka á kvíðan núna þótt mér liði alltaf eins og ég ætti að gera það. 

Þessvegna minni ég ykkur á að knúsa fólkið í kringum ykkur og njóta þess að spila frameftir því mamma/pabbi/dóttir/sonur/vinur/vinkona/ manneskjan ykkar getur átt ótrúlega erfitt með að vera ein og nýtur þessvegna hvers einasta augnabliks með ykkur. Knúsið fólkið ykkar aðeins fastar þessa dagana því það þarf ekki meira til að vita að það er einhver sem elskar mann. 

Leyfið ykkur að vera kvíðin og mögulega leyfið ykkur að treysta einhverjum fyrir orðunum ykkar og það getur hjálpað ótrúlega mikið. Lofið mér líka því að leyfa ykkur að vera ekki kvíðin, bara að njóta og vita þótt að kvíðinn kemur aftur á morgun þá ertu laus þótt það sé ekki nema eitt kvöld. 

Njóttu tímans með þeim sem þér þykir vænt um, leyfðu þér að njóta. Ekki vera ein í myrkrinu með tilfinningum þínum, þær verða líka þarna á morgun og mega bíða í einn dag.