Chia Grautur!

Mitt uppáhald þessa dagana er þessi snilldar chia grautur! Ég hef hingað til ekki verið mikið fyrir chia fræ almennt en er algjörlega háð þessum graut eftir að mamma gerði hann fyrst fyrir mig. Hann er ótrúlega einfaldur og hérna fáiði uppskrift! 

 

 

 

Chia Grautur

Hráefni 

 

Chia Fræ 

Ab Mjólk 

Rjómi 

Walden Farms Caramel Syrup 

Frosin Ber 

Aðferð 

Þar sem að grauturinn er frekar einfaldur þá set ég bara dass af hráefnunum. Slatta af Ab mjólkinni, smá rjóma, vel af fræum ( ekki of mikið því þau blása út ) og umþabil 5 frosin ber og smá af sýrópinu. Allt í skál og inn í ísskáp, leyfi því yfirleitt að vera yfir nótt þar. 

Þá eru þið komin með gómsætan chia graut! 

Eitt sem ég vissi ekki fyrr en nýlega var að chia fræin verða alltaf að fá að blása aðeins út, semsagt liggja í vökva í smá tíma. Annars blása þau upp í maganum og valda allskonar veseni! 

Vona að þið munuð njóta vel eins og við mæðgurnar gerum!